Monthly Archives: apríl 2006

Góðir dagar í Dymbilviku.

Þessi vika hefur verið góð og skemmtileg, byrjaði með skírninni á sunnudag og síðan erum við Haukur búin að vera á alls konar flakki, fá góða gesti og heimsækja skemmtilegt fólk. Nú er skólafríi hjá krökkunum svo amma gamla á … Continue reading

3 Comments

Bíltúr í góða veðrinu.

Haukur stakk upp á því eftir hádegið í dag að við færum í bíltúr og héldum áfram að skoða ýmsa aukavegi frá þjóðveginum. Við ókum fyrst inn afleggjara af Suðurlandsveginum sem heitir Ölvisholt, mjög fallegt þar og mikið verið gróðursett … Continue reading

6 Comments

Litli prinsinn skírður í dag.

Í dag var hann skírður litli prinsinn á afmælisdegi pabba síns. Séra Gunnar Björnsson skírði og það var skírt heima ásamt nánustu fjölskyldu. Foreldrar Magnúsar Más, systir og tvær dætur hennar komu frá Akureyri, bróðir MM kom frá Sauðárkróki, Sigurrós … Continue reading

9 Comments

Vorið alveg að koma.

Hvað er yndislegra á laugardagsmorgni en að vakna við sólargeislana og heyra ekki í rokinu sem verið hefur undanfarið. Maður finnur það betur og betur með hverjum deginum að vorið er alveg að ganga í garð. Það er orðið bjart … Continue reading

6 Comments

Óvenjuleg Brúðkaupsnótt – Minningar 3. hluti.

Við mættum í rútuna í Tjarnargötunni fyrir klukkan hálf tvö full eftirvæntingar og síðan var ekið suður á Keflavíkurflugvöll. Á þessum tíma var nú engin Leifsstöð heldur var farið inn á hersvæðið og þaðan í einhvern skála sem notaður var … Continue reading

4 Comments

Brúðkaupið – endurminning 2. kafli

Nú er komið að næsta hluta gömlu endurminninganna sem rifjuðust upp við andlát Inga Þorsteins. ——————————————- Unga parið var statt í þeim sporum þegar við skildum við þau í síðasta pistli, að fyrir dyrum var fyrsta utanlandsferð beggja. Þá fæddist … Continue reading

8 Comments

Hver stjórnar því hvað kemur á skjáinn?

Nóttin var eins og hún er svo oft  þannig, að eftir að hafa sofið í svona 2 – 3 tíma þá glaðvakna ég  og er vakandi allt miðbikið úr nóttinni. Þetta er nú komið upp í vana svo þið skuluð … Continue reading

9 Comments

Fermingar og Limmósíur

Þá er nú komið að fermingunum og auglýsingar glymja um allt það sem æskilegt er að gefa blessuðum börnunum í fermingargjöf. Allt frá digital myndavélum og húsgögnum upp í heimabíó. Eitt vakti þó furðu mína en það er auglýsing um … Continue reading

6 Comments

Bílaskipti – Námskeið um starfslok o.fl.

Ekki kemur nú framhaldið af gömlu rómantíkinni fyrr en eftir helgi. Í gær og í dag hef ég haft öðrum hnöppum að hneppa. Ég fór í borgina í gær og byrjaði á því að fara í klippingu og snurfus í … Continue reading

5 Comments