100 ár.

Ég átti þá allra bestu móður sem nokkur getur óskað sér að eiga og mér þótti svo óendanlega mikið vænt um hana. Þess vegna er mér svo ljúft að minnast þess að í dag 19. maí 2009 eru 100 ár frá því að hún fæddist vestur í Ísafjarðardjúpi. Svo var ekki verra að hún gekk síðar að eiga hann pabba minn sem mér þótti svo vænt um, en í fyrra voru 100 ár frá fæðingu hans.  Mamma dó daginn sem hún Karlotta fyrsta ömmubarnið mitt var skírð. Hún var ekkert búin að liggja veik – var bara kölluð burt eins og hún hafði óskað sér, í sparifötunum og með fínt hárið, eins hún vildi alltaf vera.  Pabbi var þá farinn fyrir mörgum árum eftir erfið veikindi, en hann dó þegar Sigurrós var nýfædd. Svona gengur þetta líf, einn kemur og annar fer en eftir standa allar góðu minningarnar sem lifa að eilífu.

mamma_mn.jpg

 

Mér finnst það forréttindi að hafa átt svona góða foreldra og að Guðbjörg og Sigurrós skyldu fá að alast upp í návist ömmu sinnar og fá að njóta mildi hennar og  alls sem hún miðlaði af gæsku sinni,  fróðleik og skemmtilegheitum.  

Elsku mamma mín
Takk fyrir allt. 

 

 

 

 

 

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to 100 ár.

  1. Tek undir hvert orð mín kæra. Kveðja í bæinn

  2. Katla says:

    Til hamingju Ragna mín með þessa góðu foreldra!

  3. Svanfríður says:

    Fallegur pistill hjá þér Ragna mín.

  4. þórunn says:

    Þetta er hugljúfur pistill og gott að vita hvað þú hefur átt góða foreldra.
    Bestu kveðjur úr Kotinu,
    Þórunn og Palli

Skildu eftir svar