Andleysi.

Ég er svo gjörsamlega andlaus þessa dagana að ég hef ekki einu sinni haft mig í að skrifa færslu í dagbókina mína.  Ég hef hinsvegar haft gaman af því að fara  inn á heimasíðuna mína og fara hérna hægra megin í "Sjá allar færslur" og skoða þar gamlar dagbókarfærslur. Það er jú tilgangurinn með svona dagbók að geta rifjað upp eitthvað sem er löngu liðið og oft hef ég leitað í þessum færslum til þess að sjá nákvæmlega hvenær þetta eða hitt átti sér stað. Myndaalbúmin mín kíki ég líka oft á og rifja upp skemmtileg ferðalög og samverur.

Ég gríp mig hinsvegar nú orðið oftar oftar í að fara á Facebook til þess að kíkja þar á hvað er á döfinni hjá vinum mínum og vandamömmun.  Mér finnst það mjög skemmtilegur vettvangur og þar eru miklu fleiri en ég nokkurntíman hafði samskipti við á heimasíðunni, en mér finnst Facebook samt einhvern veginn ekki eins náin og heimasíðurnar og oft ber mest á  Quiz-um og myndböndum en minna á raunverulegum samskiptum.  Ég hef nú reyndar mjög gaman af mörgum þeim mmyndböndum sem þar eru, en stundum finnst mér allt of mikið af slíku á kostnað samskiptanna.

Jæja ég ætlaði nú ekkert að fara að nöldra, en þetta eru bara vangaveltur mínar þennan sunnudagsmorgun.
Ég vona að það fari að styttast í bakaðgerðina svo ég geti farið að hlaða batteríin almennilega og fái aukna andagift. Kannski að ég fari þá að kunna betur að meta Quizið og Quazið sem Facebókin býður upp á.

 Ég sendi góðar kveðjur út og suður.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Andleysi.

  1. Ég kann betur við bloggið. Ertu búin að fá tíma fyrir aðgerðina? Kær andakveðja!

  2. Hafdís Baldvinsdóttir says:

    Sæl og blessuð Ragna.
    Ég hef ekki verið dugleg að senda þér línur en ætla að bæta úr því eftir helgina. Ég vona svo innilega að þú þurfir ekki að bíða lengi eftir bakaðgerðinni, best að geta lokið þessu af. Óska þér og þínum góðrar Hvítasunnuhelgar. Svona til gamans ég uppdagaði það mér til mikillar skelfingar að það voru liðin 50ár 17. maí sl.síðan ég fermdist. Ekki veit ég hvað verður af tímanum.

    Bestu kveðjur

    Hafdís Baldvinsd.

Skildu eftir svar