Fyrir 45 árum.

Fyrir nákvæmlega 45 árum, árið 1964, var 25. júní líka á fimmtudegi eins og núna.  Sá dagur verður mér alltaf minnisstæður því þá gekk ég í hjónaband.

Þegar ég skoða gamlar færslur á blogginu mínu fyrir þessa dagsetningu, þá sé ég að ég hef nú oft minnst á þessi tímamót í lífi mínu, svo ég set bara hérna  link á færsluna sem ég gerði fyrir fimm árum. Það er verst að það er smá óskyld klausa ofan við færsluna.

Annars hef ég tekið saman söguna okkar Odds heitins frá byrjun og hver veit nema hún rati einhverntíman hérna inn í smá skömmtum svona til þess að geyma hana á góðum stað.

Ég á yndislegar minningar um þennan tíma. Brúðkaupið okkar var sem sagt svolítið öðruvísi en gengur og gerist í dag, að ég nú tali ekki um brúðkaupsnóttina.

Ég greip áðan bókina góðu um hamingjunna og opnaði á þessum texta:

Líf gifturíks fólks 
mælist ekki í krónum og aurum
heldur óbrotnum ánægjustundum.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Fyrir 45 árum.

  1. milljónabrúðkaupin endast því miður ekki alltaf. Kær kveðja úr miklum hita, og kem ég með eitthvað af honum með í farteskinu á laugardaginn.

  2. Katla says:

    Til hamingju með daginn kæra Ragna!

  3. Svanfríður says:

    Minn draumur er að mitt hjónaband lifi farsælu lífi svo ég geti einnig einn daginn sagt..fyrir 45 árum gekk ég í hjónaband:)

Skildu eftir svar