Hvílíkir dýrðardagar.

Ég var komin út í göngutúr klukkan níu í morgun og naut þess að ganga um í þessari einstöku veðurblíðu. Þennan klukkutíma sem ég var á göngu þá mætti ég aðeins einum manni sem var á hjóli.  Hinsvegar hopppaði Lóa með mér þó nokkurn spöl  þegar ég gekk eftir landamærastígnum (milli Breiðholts og Kópavogs) Hún var ekki nema svona tvo metra frá mér utan við veginn og ég var mjög undrandi á því að hún skyldi ekki fljúga upp heldur hoppa þetta með mér. Þetta var allt eitthvað svo óraunverulegt, rjómalognið, sólin og algjöra kyrrðin. það var greinilegt að fólk var ekkert að rífa sig upp á sunnudagsmorgni til að fara út þó veðrið væri svona einstakt. 

Eftir hádegið fór ég síðan enn á stjá með Ásakórsfjölskyldunni og að þessu sinni austur í Grímsnes að heimsækja Sigurrós, Jóa og Rögnu Björk sem eru þar í sumarbústað í nokkra daga.  Karlotta og Oddur Vilberg voru reyndar ekki með að þessu sinni, því þau voru í öðru ferðalagi og Haukur er á  Borgarfirði eystra.
Við Haukur erum nú alveg eins og gömul hjón í veðurhúsi þessa dagana. Ég fyrir austan í sól og hann fyrir sunnan í rigningu síðan fer ég suður í sól og hann fer austur í kulda og sólarleysi. Getur það verið, að ástæðan fyrir þessari veðurskiptingu okkar sé sú, að ég sé bara algjörlega sólarmegin í lífinu þessa dagana – ekki amalegt –  og ég ætla svo sannarlega að njóta vel hverrar mínútu.

Hér er mynd sem ég tók af henni nöfnu minni þegar hún kom að kveðja ömmu áður en hún fór í sveitina.

sumarbust1.jpg

Svo nutu þau þess að leika sér saman frændsystkinin og hér hoppa þau á Trampolíninu við bústaðinn og svo fórum við öll saman í sund, en þar gat amma nú ekki tekið myndir.

 sumarbust2.jpg

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Hvílíkir dýrðardagar.

  1. Svanfríður says:

    það er gott að vera sólarmegin í lífinu:)

  2. Sigurrós says:

    Mikið svakalega finnst mér þetta skemmtileg mynd af Rögnu Björk, í bleiku peysunni sinni og með bakpokann. Verð endilega að ná mér í þessa 🙂

Skildu eftir svar