Hinsegin dagur.

það stóð til að við færum í grillveislu upp í sveit í dag, en veðurspá kom í veg fyrir að af þeirri veislu yrði. Það var því lítið planað fyrir þennan laugardag, sem spáð hafði verið sem rigningardegi.
En viti menn, það fór bara að birta til um hádegið og við ákváðum að láta nú verða af því í fyrsta sinn að fara niður í bæ og sjá Gay-Pride gönguna.   Okkur gekk ótrúlega vel að fá bílastæði og röltum upp á Laugaveg og biðum þar eftir herlegheitunum. Eftir nokkra bið fórum við að heyra trumbusláttinn í fjarska sem færðist síðan nær og nær. Ég tók auðvitað upp myndavélina og árangurinn er hér

Já það var mikið um dýrðir og mikill mannfjöldi

gaypr2.jpg

Svo rákumst við á þessar hressu systur í mannþrönginni.
gaypr3.jpg

Með þeim var ömmustubburinn minn með þessa líka fínu húfu.

gapr1.jpg

Ekki nenntum við Haukur nú að fylgja allri þvögunni niður á Arnarhól og Haukur hafði á orði að þetta myndi hafa af sér miðdegiskaffið. Ég sagði honum nú að hann mætti þakka fyrir að komast heim fyrir kvöldmat því það væri erfitt að fara úr svona miklum gleðskap í borginni. Auðvitað var ég orðin kaffiþyrst líka svo við fundum bílinn og drifum okkur vestur á Granda, fengum okkur kaffi í Kaffivagninum og horfuðum yfir höfnina. Risastóra seglskipið sem hér er statt blasti þá við okkur þannig að eftir kaffisopann þá drifum við okkur að skoða þetta rússneska skólaskip og auðvitað tók ég nokkrar myndir þar.

Á þessari mynd sést hvernig lífið var í borginni í dag.
 Fremst er skólaskipið, síðan sjáum við skemmtiferðaskip
og svo sést mannfjöldinn á Arnarhóli þar á milli.

gaypr5.jpg

Síðan lá leiðin inn í sundahöfn, þar sem risa
skemmtiferðaskip lá við festar, það er í horninu hérna
vinstra megin og svo sigldi svo falleg skúta á sundunum og
þá hugsaði ég nú til hennar Dússýjar systur minnar og Magga.

skipin.jpg

Það er svo langt síðan við höfum farið neitt niður í bæ þegar eitthvað er um að vera þar, og við skemmtum okkur mjög vel í dag og það er gaman að sjá hvað allir voru glaðir og komnir til að skemmta sér. Það er líka gott að sjá hvað viðhorfin til samkynhneigðra hafa breytst mikið og nú þurfa þau ekki að fara í felur og skammast sín, sem eru bara eins og þau eru , eins og Páll Óskar syngur.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Hinsegin dagur.

  1. Katla says:

    Takk fyrir myndirnar Ragna, þær eru frábærar! Mér finnst svo leiðinlegt að hafa misst af gay pride í gær og orðið að hírast inni í búð. En ég kemst vonandi á næsta ári því það er alltaf gleði á gay pride. Og gleði er góð!

  2. Ragna says:

    Gleði er góð.
    Já satt segir þú Katla mín. Gleði er góð og í raun eitt það ódýrasta og besta sem við getum veitt okkur. Gleðin er í raun allt í kring um okkur við þurfum bara að gera okkur grein fyrir því og taka þátt.

  3. Það hefur greinilega ríkt mikil gleði þennan dag. Synd að þeir skuli ekki vera fleiri. Kærust í bæinn.

Skildu eftir svar