Einn áratugur.

Í dag er einn áratugur síðan Oddur Vilberg ömmustubburinn minn  fæddist á menningarnótt 1999.  Ég er svo lánsöm að fyrstu ár elstu barnabarnanna minna þá bjuggum við í sama húsi, svo amma fékk strax góða tengingu sem hefur haldist og helst vonandi alltaf.

Ég fór með Oddi í klippingu í gærmorgun og þegar rakarinn spurði hvað hann væri gamall og hann sagði níu ára, en 10 ára á morgun, þá fannst mér eitt augnablik að nú væri hann að ruglast  því hann yrði 11 ára á morgun. Nei, nei minn var sko ekkert að ruglast, það ruglaði bara ömmu eitt augnablik, hvað hann hafði stækkað mikið í sumar og var orðinn svo mannalegur þar sem hann sat í stólnum hjá rakaranum og sagði honum hvernig hann vildi láta klippa sig. 
Hann átti svo að fara í skólann og hitta kennarann sinn á eftir, en við sáum að það var smá tími á milli svo við ákváðum að skreppa bara í ömmubæ og fá okkur ristað brauð og lítinn kandísmola úr vinsæla græna boxinu og svo höfðum við smá tíma til að spjalla svolítið saman eins og okkur er einum lagið.

Ég óska ömmustubbnum mínum innilega til hamingju með 10 ára afmælið sitt.
Hér er hann með nýju klippinguna sína.

oddur10ara.jpg

Bókin góða um hamingjuna segir:

Lífið er ekki kapphlaup.
Einu verðlaunin sem eru
þess virði að vinna, eru
Ást og kærleikur fjölskyldu og vina.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Einn áratugur.

  1. Þetta er fallegur ömmustubbur, innilega til hamingju. Kærust í bæinn.

  2. þórunn says:

    Fallegur stubbur
    Innilega til hamingju með þennan fallega 10 ára dreng. Ég er ekki viss um að allir drengir á þessum aldri væru til í að fá ömmu með sér til rakarans. Þessi er greinilega alveg spes. Svo indælt fyrir ykkur bæði.

  3. Ragna says:

    Hann hefur hingað til aldrei skammast sín fyrir að sjást með ömmu, en það getur nú átt eftir að breytast þegar gelgjan hellist yfir hann – vonandi þó ekki.

  4. Svanfríður says:

    Fallegur ömmustrákur.

Skildu eftir svar