Á Reykjalund.

Jæja þá er komið að því að ég fari á Reykjalund. Ég er með allt tilbúið og mæti klukkan níu í fyrramálið.  Ekki efa ég að vel verður tekið á gigtinni þarna og hún kveðin niður. Vonandi dugar það svo í það minnsta fram á vor.  
Þegar það var hringt til mín í lok ágúst og mér sagt að ég gæti komist að strax, þá dró ég úr því á allan hátt að ég þyrfti á þessu að halda núna, því mér liði svo miklu betur en í vor þegar ég fór í skoðun hjá lækninum þeirra. Ég er hinsvegar fegin því að það var ekki hlustað á mig, því það er svo einkennilegt, að á fyrstu haustdögum – jafnvel þó veðrið sé nú eins yndislegt og hefur verið hjá okkur, þá er gigtarklerlingin mætt og ygglir sig. Ég er því ánægð með að geta tekist á við það með góðri hjálp að kveða hana niður STRAX og vonandi fæ ég ráð sem duga svo til að nota næst þegar sú gamla gerir sig breiða.

Ég hef tölvuna með mér svo kannski set ég eitthvað inn.

Á meðan –  Kær kveðja til ykkar allra.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Á Reykjalund.

  1. Gangi þér nú vel Ragna mín. Enginn staður er betri en Reykjalundur þegar kemur að endurhæfingu. Kærust í bæinn

  2. Hafdís Baldvinsdóttir says:

    Sæl og blessuð Ragna

    Vonandi hefur þú það sem allra best á
    Reykjalundi. Nú lætur gigtarskömmin vonandi í minni pokann.

    Bestu kveðjur

    Hafdís Baldvinsd.

  3. Ragna says:

    Þakka ykkur fyrir góðar kveðjur. Ég hef trú á því að hér eigi ég eftir að vinna mig út úr mörgu sem gott verður að losna við og koma heim hress og endurnærð.

Skildu eftir svar