Orðsending til afa.

Mig langar bara til að þakka þér „afi“ fyrir heilræðin í sambandi við túlipanana og fyrir að hafa skrifað í gestabókina mína. En nú ætla ég að krefjast enn meira af þér. Þannig er að þó það sé auðvitað spennandi að eiga svona leynivin „sem læðist til mín eins og þjófur á nóttu“  þá kann ég betur við að vita hvað þú heitir.  Nú langar mig bara til þess að þú „afi“ góður  segir mér hvað þú heitir. Ef þú vilt þá getur þú sent mér E-mail

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Orðsending til afa.

  1. afi says:

    Frá afa
    Ragna mín, nú er afi hissa.
    Hélt að fáir hefðu áhuga á svoddan afmán eða öllu heldur dreissugum matadór sem afi er. Hún Anna mín Sigga hefur linkað á grákollinn ef þú mín elskuleg hefur smá áhugavott að líta á annars lítt áhugavert klór og pár afa.
    En það er aldrei að vita kannski vippar afi til þín línu. Þótt síðar verði. Sæl á meðan.

  2. 19. mars 2004
    Til hamingju með hana Guðbjörgu þína sem á afmæli í dag!

Skildu eftir svar