Ha, Hani í bílskúrnum?

Haukur spurði mig einn morguninn hvort ég hefði heyrt hanagalið.  Ég var viss um að nú væri hann enn með hugann við löngu dvölina í Danaveldi, þar sem úrval var að dýrum stórum og smáum.

"Nei, ég heyri ekkert hanagal".    Næsta dag sagði hann mér að koma að glugganum og spurði hvort ég heyrði það ekki núna.  Jú mikið rétt, ég heyrði hanagal sem virtist koma frá einhverjum af skúrunum sem tilheyra húsunum á  nr. 2 og 4. hérna fyrir utan. Í morgun þegar ég var að skreppa út þá heyrði ég aftur svo greinilega hanagalið.  Haukur er því saklaus af því að vera ennþá með allan hugan í Danmörku og heyra enn í hananum þar.

Nú er mér spurn. Má fólk vera með svona dýrahald í bílskúr í fjölbýlishúsi?  Þetta angrar mig nú ekkert, en hvernig ætli dýrinu líði að vera lokað inni í gluggalausum bílskúr allan sólarhringinn?    Mér finnst þetta mjög undarlegt.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Ha, Hani í bílskúrnum?

  1. Katla says:

    Ég segi nú bara eins og þú; ha, hani í bílskúrnum?
    Pétur spyr; eru hænur og egg?

  2. Ragna says:

    Það getur svo sem vel verið. Við höfum ekki séð neitt inn í skúrinn enda enginn gluggi. Ef ég rekst á eigandann fara þarna inn einhverntíman þegar ég er úti þá ætla ég að spyrja hann nánar út í þetta. Mér finnst þetta nú bara ömurlegt út frá dýraverndarsjónarmiði.

  3. Katla says:

    Já, vissulega er það og reglur til um dýrahald, er ekki viss um þar sé nein sérklásúla um leyfilegt hana-hald í bílskúrum.. Skemmtilegt samt að lesa á fésinu að litla nafna þín hefði vaknað við: ga ga go: )

  4. Hvort það er leyfilegt eður ei finnst mér þetta varða við dýraverndunarlög. Fylgstu með. Kærust í bæinn.

  5. Ragna says:

    Við erum nú búin að komast að því að það fylgir sko stórfjölskylda því Haukur sá þegar skúrinn var aðeins meira opinn að það eru 3 eða 4 hænur líka.
    Í sambandi við hana nöfnu mína þá hafði hún ekki hugmynd um þetta hanadæmi svo ég vissi strax að hún hefði í raun vaknað við hanann.

  6. þórunn says:

    Ha,ha hani og hænur, þetta er góð æfing fyrir ykkur áður en þið komið að heimsækja okkur í kotið. Þó við höfum ekki hana þá er nóg af þeim allt í kring.

  7. afi says:

    Hani á hól.
    Ja hérna hér. Í fyrstu hélt afi að Haukur hafi gefið þér hana. En svo slæmt var það ekki. Á ekki sama við um hana og önnur dýr? Það skyldi maður halda. Vonandi heldur hann ekki vöku fyrir ykkur.

Skildu eftir svar