Vetrarfríið á Flúðum.

Eins og venja er, þá fórum við með Ásakórsfjölskyldunni í sumarbústað þegar vetrarfríið var í skólanum í síðustu viku. Við Guðbjörg lögðum upp snemma á fimmtudaginn áleiðis að Flúðum þar sem við fengum afnot af mjög fínum og vel búnum bústað. Haukur og Magnús komu svo síðdegis.  Við fórum héðan í rigningu og roki og á Hellisheiðinni bættist svo þoka við, en þegr við nálguðumst Flúðir þá munaði ekki miklu að sólin brytist fram úr skýjunum og veðrið var bara mjög gott.  Eftir að hafa eitt árið fengið mikinn snjó í svona ferð, þá lúrir sú ósk alltaf að það verði snjór og hægt að fara út og leika sér í snjónum. Ekki varð okkur að þeirri ósk núna, en við nutum þess að vera í bústaðnum, búa til jólakort, spila og fara í heita pottinn.

"Amma ertu ekki komin í sundbolinn
ég er tilbúinn í pottinn. Sjáðu bara"

dalak1.jpg

Unga fólkið hafði gaman af að spila

dalak2.jpg

 

Það falla nú alltaf einhver gullkorn í svona ferðum.  Einhver var t.d. að lesa í blaði um það hvað kók væri óhollt og mörg óæskileg efni í því.  Þá sagði Magnús að afi Bjarka hefði notað kók til þess að hreinsa með ryð af nöglum.  Við þessi fullorðnu vissum nú hvers kyns nagla hann talaði um en Karlotta mín spurði í sakleysi sínu. Ha nöglum? Geta neglurnar á manni ryðgað??? Upp úr þessu varð auðvitað mikill hlátur. 

Hér eru allar myndirnar mínar og þær segja það sem segja þarf.

Ég þakka kærlega fyrir að hafa enn og aftur fengið að vera með í vetrarfríinu.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Vetrarfríið á Flúðum.

  1. afi says:

    Kókið er gott
    Kókið er til margra hluta nytsamlegt. Það má nú segja. Nú er þetta orðin munaðarvara.

  2. Ragna á Ak says:

    Sæl nafna mín!var að skoða myndirnar frá Flúðum ,mjög fínar og nafni yndislegur eins og hans er von og vísa. í leiðinni sá ég þessa fínu mynd af Karlottu með gítarinn þar sem hún er að syngja.Hún er efnileg og flott stúlka og ég óska ykkur og henni til hamingju. kær kveðja til ykkar Hauks frá okkur hér í Huldugilinu.

  3. þórunn says:

    Það er eitthvað sérstakt við það að dvelja í sumarhúsi, ég tala nú ekk um ef það er með kærum ættingjum.
    Þið hafið greinilega notið helgarinnar.
    Bestu kveðjur frá okkur Palla,
    Þórunn

  4. Pottormurinn flottastur! Kærust í bæinn.

Skildu eftir svar