Um áramót

Enn eru komin áramót og þeim ber að fagna með bjartsýni og góðum óskum.

Bjartsýni og ósk um blessun og betri tíð fyrir þjóðarbúið.
Bjartsýni og ósk um góða heilsu og hamingju allra í fjölskyldunni, vina og vandamanna.
Bjartsýni og ósk um að þeir sem hafa verið atvinnulausir fái vinnu á komandi ári.
Bjartsýni og ósk um að þeir sem eiga í erfiðleikum sjái betri tíma framundan.

Bjartsýni og ósk um að börnin sem nú eru að alast upp á erfiðum tímum öðlist þroska og blessun til þess að sjá hvað það er sem gefur lífinu gildi.

Sérstaklega vil ég senda þeim góðar óskir og ósk um að vera bjartsýn, sem berjast við erfiða sjúkdóma og  þeim sem misst hafa sína nánustu í slysförum eða veikindum.

Guð blessi okkur öll og gefi okkur gott ár 2010.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Um áramót

  1. Þórunn says:

    Takk fyrir þessi góðu orð Ragna mín, vonandi tekst okkur öllum að ganga inn í árið 2010 með bjartsýni að leiðarljósi. Þá mun okkur farnast vel.
    Bestu kveðjur til ykkar Hauks með þakklæti fyrir góðar stundir bæði á netinu og á ykkar fallega heimili.
    Þórunn og Palli

  2. Katla says:

    Gleðilegt nýtt á kæra Ragna!

  3. Kæra Ragna, ég sendi orðin þín til baka í þinn bæ og þakka fyrir góð og uppbyggileg samskipti á liðnu bloggári.

  4. Svanfríður says:

    Þetta voru fallegar kveðjur sem ég tek heilshugar undir.Ég óska þér alls hins besta og þakka fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða.

Skildu eftir svar