Ferðinni heitið Austur á Rangárvelli

Enn á ný er jarðarför að Keldum. Ég held að þetta sé í tíunda skiptið síðan ég kom inn í tengdafjölskylduna mína sem ég fer í jarðarför einhvers úr fjölskyldunni að Keldum. Í þetta sinn er það systir tengdamömmu hún Inga á Hróarslæk. Við Oddur skruppum alltaf í heimsókn á Hróarslæk þegar við vorum fyrir austan, það var alveg fastur liður. 
Nú hafa þrjú systkinin verið jarðsett þar eitt á hverju ári síðustu þrjú ár, þau tengdamamma, Steini á Heiði og nú Inga á Hróarslæk.  Það er óðum að hverfa þetta yndislega fólk, skyldfólkiið hans Odds sem ég hitti svo oft á meðan Oddur var heill og við vorum fyrir austan.  Það koma óhjákvæmilega alltaf margar minningar frá liðnum tíma upp í hugann þegar ég fer til að kveðja þetta blessað fólk í hinsta sinn.  Nú vona ég svo sannarlega að það verði langt hlé þar til ég fer aftur að Keldum til þess að kveðja einhvern.

Ég set hérna inn mynd sem ég tók í sælureitnum á Rangárvöllunum, en þetta er Heiðarlækurinn sem áfram streymir og lætur ekki Hvönnina eða annað trufla sína för. Hvönnin fölnar að hausti en lifnar síðan við með nýjum sprotum þegar aftur vorar. Þetta er eins og mannlífið sem lifnar og deyr og ekkert fær truflað þá hringrás. Vinir kveðja og aðrir fæðast í þeirra stað og  þannig streymir lífið áfram alveg eins og Heiðarlækurinn. heidalaekurinn.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Ferðinni heitið Austur á Rangárvelli

  1. Svanfríður says:

    Sæl Ragna mín-ég er svo sjálfhverf þessa dagana að ég hef varla litið hér til þín.Ég hef nú samt alls alls ekki gleymt þér enda er það nú ekki hægt og alls ekki á dagskránni:)
    Hafðu það sem best mín kæra.Bestur kveðjur.

  2. Ragna says:

    Þakka þér fyrir Svanfríður mín. Þú hefur nú um nóg að hugsa þessa dagana annað en að flakka um á heimasíðum. Ég hef hugsað mikið til þín. Þetta blessað bloggt mitt er mikið útundan hjá mér en ég er að ströggla við að halda þessu gangandi því ég tími ekki að láta síðuna deyja alveg út.

  3. Katla says:

    Það vona ég elsku Ragna þú haldir áfram að blása lífi í síðuna þína. Það eru hæðir og lægðir í bloggskrifum eins og svo mörgu öðru. Alltaf þegar ég hugsa um að koma mér í gang aftur, þá byrja ég alltaf á að fara inn á síðuna þína, hér líður manni alltaf vel!
    Góða kveðjur frá Kötlu.

Skildu eftir svar