Konudagurinn 2010

Við vorum svo heppin að fá að hafa ungan svein hjá okkur eftir hádegið í dag. Við ákváðum af því veðrið er svo einstaklega fallegt þó kalt sé, að skreppa í bíltúr.  Svo bauð afi okkur í kaffi í Kaffivagninn og litli sveinninn ljómaði þegar við settumst við gluggann og hann gat virt fyrir sér Varðskiipið Óðinn og alla litlu bátana.  Svo þurfti hann líka skýringu á því af hverju þetta héti Kaffivarninn.  "Já en hvar eru hjólin?"  Honum var sagt að það væru engin hjól. "En af  hverju heitir það þá Kaffi vagninn?   Já, afi hafði varla við að" svara öllum þeim spurningum sem upp komu.  Ekki minnkaði svo spurningaflóðið þegar við skruppum yfir í Sjómynjasafnið. Við vorum búin að heyra að það ætti að dansa þar klukkan þrjú í dag og okkur langaði svona aðeins til þess að sjá hvernig það liti út.  Við erum nú vön að dansa með 60 plús, en þarna sýndist okkur aldurinn vera að mestu leyti svona 80 plús og músikin í takt við það – allt á rólegu nótunum. 

Við röltum um þarna í andyrinu og hafði sá stutti gaman af að skoða skipamódelin. Svo fannst honum ekki leiðinlegt að láta afa sýna sér þarna stóra skipsvél og hann þurfti bóksataflega að spyrja um hvert stykki sem í vélinni var og fá á því útskýringar hvað þetta og þetta gerði. 

Þegar ömmu og afa var farið að svima af spurningaflóðinu var ákveðið að halda aftur með unga sveininn heim í Kópavoginn. 

Það er svo gefandi að fá að fara með ungviðið í svona bíltúra og ekki sýst þegar áhuginn á öllu því sem skoðað er,  er svona mikill.

Ragnar Fannberg og afi. Takk fyrir skemmtilegan konudag – ekki amalegt að láta tvo herra skemmta sér á þessum degi.   Í kvöd er ömmu svo boðið á Madonnu að borða og hver veit nema nokkur dansspor í Stangarhyl fylgi með í kaupbæti.  En þá verður ungi sveinninn hins vegar kominn heim til sín og inn í draumalandið.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Konudagurinn 2010

  1. þórunn says:

    Konudagur
    Þetta hefur aldeilis verið fínn konudagur bæði fyrir þig og unga sveininn. Það er alveg ómetanlegt fyrir börn að fá að vera með þeim fullorðnu sem gefa sér tíma til að sýna þeim og segja frá áhugaverðum hlutum. Margir +ar fyrir ykkur öll, þig, afa og unga sveininn.

  2. Konudagur er góður til að fá smá dekur, jafnvel „overwhelming“ spurningar frá litlum snúði. Kærust í bæinn.

  3. Svanfríður says:

    Já og ef maður hefði nú svör við öllum þessum spurningum:) Yndislegt.Hafðu það gott.

Skildu eftir svar