Tæknin á sér margar skemmtilegar hliðar.

Ég hringdi í fyrrakvöld til Ingunnar mágkonu minnar sem býr í Bandaríkjunum. Það er svo sem ekkert í frásögur færandi því við tölum reglulega saman. Mig langar þó til að segja frá því sem fær mig til að skrifa þennan stutta pistil. 

John svaraði í símann þegar ég hringdi og þegar við vorum búin að heilsast þá spurði hann hvað ég héldi að hann væri að gera núna? Ég var ekki búin að svara þegar hann sagði " Við Loftur erum að horfa á golfmótið".  "Loftur" apaði ég upp eftir honum því ég vissi ekki til þess að hann Loftur væri í Ameríku.  "Jú sjáðu til við erum á Skype og svo setti ég tölvuna mína á borð fyrir framan sjónvarpið svo Loftur gæti séð golfið í gegnum Skype á tölvunni sinni heima á Íslandi og þar með horfum við báðir og getum rætt saman um golfið. 
Já þarna lék tæknin svo sannarlega aðalhlutverið.  Á einum tímapunkti kallaði Ingunn til John og sagði "Ætlarðu ekki líka að sækja bjór handa Lofti?"

—————————————-

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Tæknin á sér margar skemmtilegar hliðar.

  1. Katla says:

    Skemmtileg lesning! : D

Skildu eftir svar