Þá er komin rúm vika sem ég hef farið í Versalasundlaugina á hverjum degi.  Ég er enn ekki komin í það að synda nema um 175 metra þá er ég bara alveg að kafna, en ég hlýt að smá styrkjast.  það sem mér finnst stórkostlegast við að fara í sundlaugina er hvað ég verð hress á eftir og rosalega sem hann er góður stóri nuddpotturinn sem er með stútum fyrir alla líkamsparta.  Ég er strax komin á það stig að finnast bara ómissandi að fara á morgnanna og þegar ég kemst ekki að morgninum þá fer ég eftir hádegið. Að hugsa sér að ég skuli ekki vera búin að nota þetta daglega síðan ég flutti svona nálægt sundlauginni.

Ég þori varla að hæla því, en mér finnst eitthvað vera að lagast bakið á mér, sérstaklega fann ég það í dag þegar ég kom úr sundlauginni að ég þurfti ekki að hífa mig á handriðinu til að komast upp tröppurnar úr götunni hérna fyrir neðan. Sjúkraþjálfarinn kenndi mér teygjur sem ég hef gert samviskusamlega og það í bland við það sem hann er að gera þegar ég kem til hans virðist loks vera að bera einhvern árangur. 

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar