Síðan síðast – skírn og fleira.

það hefur verið nóg að gera hjá mér undanfarið og ég verið út og suður svo heímasíðan mín  varð bara útundan eina ferðina enn. 

Ég fer nú orðið í sundið á hverjum degi og finnst það svo gott, ekki síst í þessu yndislega veðri sem hefur verið hérna dag eftir dag. Við hérna á suðvestur horninu þurfum ekki að kvarta yfir vorinu því það hefur verið einstaklega fallegt hjá okkur. Haukur, sem enn er úti í Danmörku kvartar hinsvegar undan kulda. Hann segist vera kappdúðaður dag eftir dag við það sem hann er að dútla þarna úti við í sveitinni. Samt er allt komið í grænan skrúða þar og ávaxtatrén farin að blómstra. Það fer nú að styttast í að hann komi til landsins, ekki þó fyrr en í júní.

Ég hef notað tímann til þess að vera í alls konar vinkonuhitting undanfarið. Það er svo dýrmætt að eiga góða vini og slík sambönd þarf auðvitað að rækta til þess að ekki slitni vinskapurinn.

Skírn í gær

það var alveg yndisleg samverustund hérna heima hjá mér í gær,  þegar Sigurrós lét skíra litlu dótturina, hana Freyju Sigrúnu. Þetta var afskaplega notaleg athöfn og bara  þeir nánustu viðstaddir, fjölskylda hennar og fjölskylda Jóa.

Ég læt hérna smá sýnishorn úr myndaalbúminu
en í því eru hins vegar allar myndirnar sem ég tók.

skirn_frsigrun1.jpg

 skirn_frsigr2jpg.jpg

 skirn_frsigr4.jpg

Á myndinni þar sem presturinn, séra Hildur Eir Bolladóttir, heldur á Freyju Sigrúnu eftir að hún skírði hana þá er hún að segja börnunum sögu og hélt á þeirri litlu á meðan. Þessi athöfn var bæði svo falleg og jafnframt skemmtileg. Síðasta myndin hér fyrir ofan er af Karlottu sem söng svo fallega einsöng fyrir litlu frænku og litlu strumparnir mínir fylgjast auðvitað með af áhuga og aðdáun.

———————————

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Síðan síðast – skírn og fleira.

  1. Katla says:

    Til hamingju Ragna með þennan fallega hóp! Myndirnar eru yndislegar.

  2. Ragna says:

    Þakka þér fyrir Katla mín.
    Mér þykir svo óendanlega vænt um barnabörnin mín stór og smá. Að eiga góð börn og barnabörn, er besti fjársjóður sem hægt er að eiga

  3. Þetta er fallegur hópur Ragna mín. Innilega til hamingju.

Skildu eftir svar