Vetrarfríið á Reynistað.

það hefur nú ýmislegt verið á döfinni síðan ég skrifaði hérna síðast.  Við fórum í langþráð vetrarfrí með Guðbjörgu, Magnúsi Má, Ragnari Fannberg og Oddi Vilberg sem fékk að hafa Birki vin sinn með sér og svo kom Ragna Björk með okkur líka.  Karlotta mín var hjá pabba sínum að þessu sinni. Það er í fyrsta sinn sem Karlotta kemur ekki með okkur í bústað í vetrarfríinu og ég verð að segja að ég saknaði hennar.
Þetta var mjög vel lukkað eins og alltaf hjá okkur, Við höfum í mörg ár viðhaldið þeirri hefð sem komst á þegar krakkarnir byrjuðu í skóla á Selfossi, að fara saman í sumarbústað þegar vetrarfríið er í skólanum. 

Það var svo fínt að hafa Rögnu Björk með því þau litlu strumparnir Ragnar og Ragna Björk eru svo mikilir vinir og leika sér vel saman eins og sjá má á þessari mynd. Það má reyndar líka sjá kokkinn og eldhúsdrengina.

reynistadur2010_mynd01.jpg

Stóru strákarnir voru líka mjög duglegir að finna sér eitthvað að gera. Þeir elskuðu að fara í heita pottinn, sérstaklega á kvöldin þegar það var farið að dimma. Okkur stóð nú ekki á sama einn daginn þegar við sáum Odd úti á pallinum í ljósaskiptunum og rauk úr honum.  
Stóru strákarnir fundu líka fullt af alls konar ískristöllum sem þeir röðuðu á handriðið í kringum pallinn. Þar voru mörg falleg listaverk sem gerð voru af sjálfri náttúrunni.

 reynistadur2010_mynd02.jpg

Svona leið tíminn hjá okkur og allir undu sér vel, við lestur prjón, krossgátur, ofl. ofl.  Við vorum líka vel haldin í mat sem Guðbjörg tók að sér að elda af mikilli snilld og Haukur sá um pönnukökubaksturinn að venju. Veðrið var mjög gott en svolítið svalt, sérstaklega þó daginn sem við skruppum út að Geysi þá var smá vindkæling.  Daginn sem við gengum frá og fórum heim var hins vegar kominn bylur og ég, veðurhrædda konan, drepkveið fyrir því að aka Hellisheiðina heim, en eftir að við nálguðumst Hveragerði minnkaði snjókoman og var aðeins smá fjúk á leiðinni þaðan og heim. 

Hvað er svo meira sem gerst hefur síðan síðast?  Jú við fórum í Borgarleikhúsið og sáum Harry og Heimi, alltaf eru þeir yndislega skemmtilegir strákarnir, Siggi Sigurjóns, Örn Árnason og  Karl Ágúst Úlfsson.  Mikið sakna ég þess nú að hafa þá ekki lengur ásamt vinum sínum í Spaugstofunni á RUV á laugardagskvöldum, en vonandi koma þættirnir í sölu seinna og þá ætla ég sko að kaupa þá.

Jæja þetta átti ekki að verða einhver langloka svo ég læt þetta bara duga í bili.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Vetrarfríið á Reynistað.

  1. Svanfríður says:

    Hæ hæ.Flott myndin þar sem rýkur úr honum:)
    Gaman af þessum hefðum,þær eru nauðsynlegar.Mig langar einmitt svo í bústaðarferð á næstunni en finn ekkert sem kostar ekki handlegg.Hafið það gott Ragna mín.

Skildu eftir svar