Páskahretið ???

Vonandi er það páskahretið sem er að ganga yfir. Veðrið sem núna geysar hér er með verri veðrum sem hafa verið í vetur. Rokið er svo mikið og snjókoman, að ég sé ekki yfir götuna. Ég sé aðeins út um gluggana sunnan við húsið, allavega nóg til þess að sjá að pallurinn hjá mér er kominn á kaf í snjó. Að hugsa sér að í síðustu viku sátum við léttklædd úti á palli og drukkum kaffið í sólinni.  Fróðlegt að sjá hvernig lítur út í fyrramálið.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Páskahretið ???

  1. afi says:

    vetur
    Er það ekki einkennilegt að veturnir eru frekar mildir og tiltölulega snjóléttir.
    Svo fáum við þessi vorhret,einmitt þegar okkur er farið að klæja í fingurna að safna svolítilli mold undir neglurnar.

Skildu eftir svar