Vikupistill – eða kannski tveggja vikja – úps.

Tíminn heldur áfram að fljúga og ég geri mitt allra besta til að fljúga með.
Það sem ég er ánægðust með er að vera farin að ganga reglulega og skiptir þá engu máli hvernig veðrið er.  Við búum nefnilega svo vel hérna í Kópavoginum að hafa fleiri en eitt íþróttahús þar sem hægt er að koma og ganga á morgnanna.  Eitt af þessum húsum er íþróttamiðstöðin Kór, sem er hérna næst mér og þangað reyni ég að fara hvern virkan dag, en tvo af dögunum förum við þrjár saman. Þarna er fullkominn innanhúss fótboltavöllur með gervigrasi, en það er þó ekki hann sem freistar okkar, heldur eru hlaupabrautir í kringum völlinn með eðal undirlagi og þar er alveg frábært að ganga og kostar meira að segja ekki krónu. Mér finnst ég öll vera að hressast við þetta.

Svo ákvað Haukur að vera í sólinni á afmælinu sínu í maí, svo mér var falið það verkefni að fara í heilmikið ferðalag í tölvunni með leit að góðum stað. Auðvitað kom Tenerife fyrst upp í hugann, en á þessum tíma er bara allt uppselt þar.  Eftir að hafa þrengt leitina og eingöngu athugað ferðaskrifstofur sem vegna  fyrri reynslu okkar nota ekki Iceland Express flugfélagið, þá varð Vita fyrir valinu með flugi Icelandair og ferðinni heitið til Benedorm. Það verður gaman að rifja upp kynni sín af þessum stað. 
Ég er himinlifandi að komast í sólina eftir  veikindin í vetur og frábært eftir þriggja ára bið að komast í annað umhverfi, þar sem maður hvorki heyrir né sér fréttir af öllu veseninu hérna heima.
Nú er sko alveg "spes" gaman að geta hlakkað til vorsins.

Talandi um vorið þá er nú ekki langt í það því blessuð Góan heilsar okkur á morgun og sparkar þá Þorra út í hafsauga þar sem hann má dúsa fram á næsta ár.
Á næstu tveimur mánuðum eiga svo öll barnabörnin mín nema Oddur Vilberg afmæli og þar að auki Guðbjörg og Magnús Már. Svo verður fyrsta barnabarnið mitt hún Karlotta fermd í apríl svo það verður nóg að gera hjá okkur.

Okkur ömmunum og Sigurrós var boðið í Góukaffi í leikskólann til Rögnu Bjarkar í gærmorgun og svo endurtók sagan sig klukkan þrjú þegar okkur Guðbjörgu var boðið í leikskólann til Ragnars . Amman á Akureyri var fjarri góðu gamni og fékk ekki að smakka góðu kanelsnúðana sem boðið var uppá. Ég veit nú ekki hvað var til í því sem Ragnar sagði hróðugur þegar ég hældi snúðunum. "Já amma við vorum að baka þetta". En hver sem bakaði, þá komu þeir beint úr ofninum og voru rosalega góðir.

gougledi1.jpg

Björk með Freyju Sigrúnu og Sigurrós með Rögnu Björk

gougledi2.jpg

Ragnar sýnir okkur hvað hann hefur verið að búa til í leikskóloanum 

Klukkan er nú orðin meira en eitt eftir miðnætti. Ég var að kíkja út um gluggann og sé að það er farið að rigna úti. Vonandi rignir nú svo mikið í nótt að restin af íshrönglinu sem hefur verið á gangstéttum og bílaplönum hverfur.

Það er tímabært að ég bjóði GÓÐA  NÓTT og skríði í rúmið mitt.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Vikupistill – eða kannski tveggja vikja – úps.

  1. Katla says:

    Flottar myndir og gott að heyra að þú ert öll að koma til. Er stórafmæli í maí? Nú verður gaman fyrir ykkur að telja niður : )

  2. Ragna says:

    Já Katla mín Haukur á stórafmæli.

  3. þórunn says:

    Góðar fréttir
    Þetta var góður pistill með eintómum góðum fréttum. Það er svo gaman að hafa eitthvað að klakka til. Skemmtilegt að fá svona heimboð í skólana til krakkanna og sjá hvað þau eru að gera.
    Bestu kveðjur frá okkur Palla.

  4. Gaman hjá ykkur kæra Ragna, og gott að eiga sólina eftir. Fallegar myndir, og fannst mér ég í fyrstu horfa á þig, en það var þá Sigurrós. Líkar mæðgur með kærri kveðju.

  5. Svanfríður says:

    Já,þorrinn má eiga sig í bili!

Skildu eftir svar