Ferming fyrsta barnabarnsins míns.

Það var yndislegur dagur í gær þegar Karlotta mín fermdist hérna í Lindakirkju og svo glöddust fjölskylda og vinir með henni í veislunni á eftir. 

Ég get ekki skrifað neinn texta núna en ætla að reyna að setja inn nokkrar myndir.  Ég verð nefnilega að pikka þetta með annarri hendi því það er einhver fjárinn að vinstri öxlinni minni svo ég get ekki notað vinstri handlegginn  –  í bili.  

Þessi myndasería skýrir sig sjálf,
en fyrir þá sem ekki þekkja, þá er Karlotta á neðstu myndinni
með Kristófer stjúpbróður sínum, sem fermdist einnig um þessa helgi.  

karlotta_ferm5.jpg

Svo er smá sýnishorn af krásunum. 

karlotta_ferm2.jpg 

 

 karlotta_ferm4.jpg

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Ferming fyrsta barnabarnsins míns.

  1. þórunn says:

    Gleðidagur
    Þetta hefur verið mikill gleðidagur, stúlkan svo falleg og fín, að ekki sé talað um sönginn hennar og veitingar, ég verð nú bara svöng við að horfa á þetta það er svo langt síðan ég hef lent í svona ekta fermingarveislu. Innilegar hamingjuóskir frá okkur Palla.

  2. Ragna says:

    Þakka þér fyrir Þórunn mín. Já við erum öll svo ánægð með daginn hennar.
    Kær kveðja til ykkar Palla.

  3. Katla says:

    Hvílíkar krásir og stúlkan gullfalleg; til hamingju með þessa gersemi!

  4. Ragna says:

    Þakka þér fyrir Katla mín.

  5. Innilega til hamingju með dömuna elsku Ragna, þetta er stór dagur í lífinu. Kræsingarnar eru glæsilegar, og nótnatertan, maður lifandi! Kærust í bæinn.

  6. Ragna says:

    Þakka þér fyrir Guðlaug mín. Já þetta var yndislegur dagur í alla staði.

Skildu eftir svar