Léttara yfir öllu í dag.

Í dag skín sólin svo glatt og ljómandi gott veður þó hitinn sé ekki nema í 10 gráðum.  Það hreinlega breytist allt þegar það kemur svona gott veður eftir langan og leiðinlegan kafla með roki og rigningu. Í dag fékk maður þörf fyrir að draga fram einhver ljós föt og naut þess að láta goluna leika um sig. 
Þetta hafa litlu stelpurnar sem búa í húsinu hérna við hliðina greinilega líka upplifað, því þegar ég leit út um gluggan áðan þá sá ég að þær voru búnar að breiða strandhandklæði á jörðina og komnar með sippubönd og húlahringi. Þegar ég skrapp út á svalir að taka myndir, þá voru þær í fallin spýta. Þær hlupu skríkjandi af gleði um túnblettin, sem enn ber ekki nokkur merki þess að sumarið sé komið heldur er hann gulur og grár eftir veturinn, en það létu þær ekki á sig fá og ein hljóp um berfætt eins og hún væri á sólarströnd. 

Það eru í raun fyrstu merkin um sumarkomu þegar krakkarnir rífa sig úr úlpunum og fara að leika sér í sumarleikjum.  Ég smellti þessari mynd af þeim tátunum.

 

sumarkoman..jpg 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Léttara yfir öllu í dag.

  1. þórunn says:

    Hugarástand
    Hér sjáum við hvað jákvætt hugarfar hefur mikið að segja, krökkunum finnst sjálfsagt að fara í sumarleikina, hvernig sem veðrið er, Sumardagurinn fyrsti var jú um daginn.
    Sumarið er örugglega á næstu grösum.

  2. Katla says:

    Sammála Þórunni með jákvæða hugarfarið. Sumarið er yndislegur tími.

Skildu eftir svar