Apríl á enda.

Þá er apríl mánuður á enda og enn er það veðrið sem verður fyrst á dagskránni. Ég setti inn í vikunni mynd af stelpunum hérna í kring sem voru komnar í sumarleiki hérna á túninu.
Til gamans set ég hérna inn mynd sem ég var að taka núna, af nákvæmlega sama stað og nú virðist ekkert benda til þess að sumarið sé komið.  Það hefur snjóað í allan dag, alveg frá því í morgun.  Þetta festist reyndar ekki á sjálfri götunni en bara komið þó nokkuð snjómagn hérna fyrir utan. Ég sé heldur ekki golfvöllinn og húsin í brekkunni þar fyrir ofan. Alveg ótrúlegt.

IMG_0010.JPG 

Í maí á ég sterklega von á góðum sólardögum, en það verður í öðru umhverfi.  Eftir þennan nokkuð svo erfiða vetur og reyndar heilt ár með tveimur bakskurðum og fleiru, þá verður gott að fara bara í algjört dekur og lyfta ekki litla fingri til annrs en að panta þjónustu og láta sér líða vel.   Af því að ég er nú nokkur Pollyanna í mér, þá er ég búin að sjá að það er gott að láta nokkur ár líða milli þess sem maður skreppur í slíkar ferðir, því þá kann maður alveg sérstaklega að meta hvað það er yndislegt að geta veitt sér að láta svona draum rætast.

Það er líka svo gott að fara ekki frá mannlausu húsi og þurfa því ekki að hafa neinar áhyggur af slíku. 

Það ríkir því mikil tilhlökkun í mínu hjarta og vonandi kem ég heim í svo rosalega fínu formi að það endist í mörg  ár.  

Það er nú ekki alveg komið að þessu þó þetta sé efst í huganum. Kannski á ég eftir að skella smá línu hérna inn áður en ég fer.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Apríl á enda.

  1. Katla says:

    Það er ótrúlegt til þess að hugsa að 1.maí sé á morgun miðað við snjófallið. Og enn snjóar! Heppin þú að eiga ljúfa sólarferð framundan : )

Skildu eftir svar