Um það bil að gefast upp.

Ég á í endalausu brasi með blessað bloggið mitt, en er þó ekki alveg tilbúin að gefa það upp á bátinn. Þið sem hafið kíkt hér inn reglulega – ekki gefast alveg upp á mér. 

Í gærkveldi skrifaði ég alla ferðasöguna mína en þegar ég smellti á staðfesta þá datt allt út. Þetta gerðist líka fyrr í vor. Maður verður eitthvað svo þurrausinn eftir svona, að það er ekki möguleiki að byrja aftur á sama bloggi fyrr en þá eftir nokkra daga.  

Mér skilst á netstjóra að ef ég er of lengi inná að skrifa, án þess að vera í öðru flakki á meðan, þá álíti forritið að ég sé ekkert að gera og rjúfi tengslin svo ég þurfi að skrá mig inn aftur – nema hvað þá er allt horfið.  Þetta kemst nú vonandi í lag, en ég er að hugsa um að útbúa í framtíðinni bloggtextann minn á Word og copyera hann svo hérna inn.  Ég prufa það næst þegar ég kemst í stuð að setja ferðasöguna inn aftur. 

þangað til bið ég að heilsa ykkur öllum og verð á Facebook, þó það komi engan veginn í staðinn fyrir bloggið og það er allt öðru vísi samband við bloggvinina á þeim vettvangi en hér. 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Um það bil að gefast upp.

  1. Ragna says:

    Þetta var nógu skjótur og stuttur texti til þess að tolla inni. Kannski finnst tölvunni að ég sé stundum og langorð – hummm

Skildu eftir svar