Þá á nú að heita að komið sé sumar, enda er hitinn búinn að vera í tvo daga nánast fastur í10°

Haukur er búinn að gera húsbílinn sinn kláran, eða það hélt hann, en eitthvað var hann samt ekki ánægður með rautt ljós í mælaborðinu.  Við nánari athugun á verkstæði kom í ljós að rafgeymirinn hleður sig ekki því alternatorinn reyndist ónýtur – og við sem ætðuðum að fara í fyrstu útilegu sumarsins um helgina.  það má þó þakka fyrir það að við vorum ekki lögð af stað því annars hefðum við lent í verri málum. Rafverkstæðið á von á þessum varahlut í næstu viku svo nú er bara að krossa tær og fingur og vona að allt verði komið í lag fyrir næstu helgi. 

Ragna Björk kom svo til okkar í gærmorgun og við áttum góðan dag með henni á Árbæjarsafninu. Við fórum fyrst í húsið með barnaleikföngunum og hefðum ekkert þurft að fara neitt meira til þess að gera hana ánægða.  Hún sá 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar