Haustmyndir.

Ætli það sé öldrunarmerki að láta sér öðru hvoru detta eitthvað í hug til að setja á bloggið sitt, geyma það þangað til seinna og svo þegar þetta seinna kemur og það á að fara að færa til bókar þá er allt gleymt? Þetta gerist æ oftar, en ég ætla ekki að ergja mig á því núna en setja inn nokkrar myndir.

Já, sumarið hefur flogið hjá og alltaf fer það hraðar og hraðar á hverju árinu sem líður. Við áttum góða túra út í náttúruna í sumar, ýmist í dagsferðir eða á húsbílnum.  Haustlitaferðin á Þingvöll var alveg einstök og aldrei hef ég komið þar í öðru eins litskrúði og nú. Við höfum oft verið ýmist of fljótt á ferðinni eða of seint á ferðinni en núna var sko rétti tíminn eins og samsetta myndin hérna sýnir. 

 haustlitir_sept_11.jpg

Við eigum svo yndislegt land að þegar maður kemur á fallega staði á svona fallegum dögum, þá fellur maður alveg gjörsamlega í stafi yfir fegurðinni. 

Ég fór líka í göngutúr hérna heima einn morguninn í svona rjómaveðri og hafði myndavélina með mér. Það er svo stutt í fallegar gönguleiðir hérna hjá okkur og alltaf gaman að rölta kringum golfvöllinn, en þar tók ég þessar myndir núna í september.

gongutur.jpg

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Haustmyndir.

  1. Þórunn says:

    Fegurð haustsins
    Þessar myndir þínar eru hreinn unaður, þetta hafa verið dásemdardagar. Vonandi verður þetta ekki allt fokið út í veður og við þegar ég mæti á svæðið. Bestu kveðjur, hlökkum til að sjá ykkur.

  2. Það er fátt fallegra í henni veröld en góðir haustdagar. Takk fyrir peppið mín kæra frá okkur bestimann.

  3. Ragna says:

    Við eigum svo yndislega náttúrufegurð og maður verður einhvernveginn gagntekinn þegar maður stendur frammi fyrir slíkri fegurð og kyrrðinni eins og hún var þennan dag.

Skildu eftir svar