Garðurinn.

Jói og Sigurrós gengu í gær frá sölu á íbúðinni sinni og kaupum á nýrri íbúð eins og þau skýra sjálf frá á sínum vefsíðum.  Gott þegar hlutirnir geta gengið svona fyrir sig.  Ég óska þeim bara hjartanlega til hamingju með þetta og vona að þeirra bíði hamingjuríkir dagar á nýja staðnum.


Ég hef svona aðeins verið að kíkja á gróðurinn hjá mér og get ekki betur séð en að allt hafi komið vel undan vetri nema Cyprusinn, sérstaklega þessir tveir sunnanmegin, þeim ætla ég að skipta út núna og setja eitthvað annað í kerin.  En það merkilega er, að Cyprusinn sem er hérna norðan megin við útidyrnar er nokkuð góður. Svo er ég rosalega ánægð með Túlipanana mína sem ég hélt að myndu skemmast þegar frysti eftir að þeir fóru að gægjast upp. Þetta lofar allt góðu. Í fyrramálið ætla ég svo að fara í Gróðrastöðina Borg og sækja Mölvuna  mína sem ég á pantaða síðan í fyrra. Þetta sumarblóm þarf maður að vera í áskrift að fá, því færri fá en vilja.


Nú er klukkan hinsvegar orðin svo margt að ef ég dríf mig ekki beint í bólið þá fer ég hvorki eitt né annað í fyrramálið.


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar