Sælukotshelgi og afmæli Sigþórs.

Þegar komin er nótt á maður ekki að drífa í neinu nema koma sér í rúmið og fara að sofa. Ég hinsvegar gerði það sem ég átti ekki að gera en það var að skrifa bloggið og til þess að geta nú sett tengla á myndir helgarinnar fór ég að setja þær inn.  Ég var hinsvegar orðin svo þreytt og syfjuð að því loknu að ég ákvað að klára þetta bara „í fyrramálið“.  Nú hinsvegar kemur í ljós að ég hef gleymt að vista og textinn sem ég var búin að setja inn í gær er bara alveg týndur og ég sem hafði verið í óvenjugóðu stuði að skrifa. Svona uppákomur pirra mig verulega. Stundum er svo svakalega erfitt að sjá ljósu punktana og ég bara sé þá ekki núna, alla vega ekki í augnablikinu 🙁


Aðeins eru nú punktarnir farnir að lýsast og ég ætla að segja frá því að við Guðbjörg og barnabörnin  drifum okkur í Sælukot á föstudagskvöldið og Magnús Már kom síðan á laugardaginn. Haukur var hins vegar fjarri góðu gamni en hann var í vinnunni.


Það var yndislegt veður í gær (sunnudag) og 18° hiti þó sólarlaust væri. Á laugardaginn hins vegar var svoldið hvasst en samt hlýtt og við fórum með krakkana í göngutúr út í Sandhóla. Við grilluðum svo dýrindis steik sem Magnús kom með og höfðum það bara huggulegt um kvöldið. Eftir morgunmat í gær fengum við okkur göngutúr að Myllulæknum. Engir húsráðendur voru heima þar á bæ. 


Ef eineinhver vill sjá allar myndirnar eru þær hér) 


Við drifum okkur svo heim eftir hádegið til þess að mæta í 6 ára afmæli Sigþórs.  

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Sælukotshelgi og afmæli Sigþórs.

  1. Í nógu að snúast hjá þér!
    Alltaf gaman að sjá myndir af ættingjum og öðrum sem maður þekkir!

  2. afi says:

    Sannkölluð sælustund í sælureit.
    Það er svo notalegt að eiga slíkan stað.

Skildu eftir svar