Betraból II. komið í stand.

Til hamingju Sigurrós og Jói með nýja Betrabólið ykkar sem nú er orðið glansandii fínt á mettíma. Já það má segja vel af sér vikið að fá afhenta fjögurra herbergja íbúð á laugardagskvöldi, fá liðsauka í málningarvinnu á sunnudagsmorgni , mála loft og veggi í allri íbúðinni, fá viðbótarliðsauka  í flutningana á þriðjudegi og taka svo upp úr kössum og raða í skápa og hillur á miðvikudegi. Ég vil segja að það sé nú ekki hægt að gera öllu betur. Húrra fyrir því.


Nú er maður sem sagt kominn aftur í tölvusamband og ég er búin að lesa uppáhaldsbloggin mín.


Ég kom meira að segja það snemma austur í kvöld að ég náði að horfa svona nokkurn veginn á seinni hálfleikinn í leik Portúgala og Hollendinga. Ég verð að segja það eins og er að ég var mjög skúffuð að Hollendingar skyldu ekki standa sig betur því ég var ákveðin í að þeir ættu að vinna þennan leik en það fór nú á annan veg.


Ég ætla ekkert að hafa þetta lengra núna því fína slökunarbaðið mitt er tilbúið. Ég er meira að segja að hugsa um að hafa með mér sherrystaup og kveikja á ilmkertunum. Mér finnst ég eiga það skilið í þetta sinn eftir dugnað síðustu daga. Svo verður fínt að skríða í rúmið og lesa pínulítið í bókinni.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Betraból II. komið í stand.

  1. afi says:

    Láttu þér líða vel, þú átt það skilið.
    Svo eru það Grikkirnir, ja hérna.

Skildu eftir svar