Alveg rosalega fínn dagur.

Ég var svo heppin í dag að Edda Garðars vinkona mín kom austur um hádegi og við áttum allan daginn saman hérna stelpurnar, við erum nefnilega og verðum alltaf stelpur eins og þegar við kynntumst í barnæsku.


Eftir að hafa setið í sólinni hérna í Sóltúninu þá fórum við og skoðuðum Selfoss. Ég held að það hafi bara komið Eddu á óvart hvað það er orðin stór byggðin hérna. Það er nefnilega erfitt að átta sig á því þegar ekið er eftir Austurveginum hvað byggðin hefur teygt sig langt bæði í suður og vestur.  Við létum nú ekki duga að skoða Selfoss heldur skruppum í bústaðinn til Eddu systur. Þar var okkur tekið af þeirri alkunnu gestrisni sem ríkir á þeim bæ. Ég vissi að Eddu G þætti gaman að koma og sjá alla handavinnuna hennar systur minnar og myndir Jóns. Eftir að drekka kaffi og með því þá lóðsaði Edda okkur um sumarhúsabyggðina í Vaðnesinu.


Við áttum svo eitt tromp eftir til að fullkomna þennan góða dag, en það var að fara í Fjöruborðið á Stokkseyri og fá okkur humar. Það var alveg frábært að sitja þar við kertaljós og rabba saman. Síðan skoðuðum við Glerlistagalleríið sem er þarna rétt við Fjöruborðið en þar eru margir fallegir hlutir á góðu verði.


Nú er Edda farin heim og skömmu eftir að hún fór þá kom Haukur eftir að hafa verið á ferðinni, austan af Borgarfirði með viðkomu á Siglufirði og fleiri stöðum og búinn að skila Bjarna bróður sínum heim í Reykjavík. Ferðalagið í dag var búið að taka hann 14 klukkutíma þegar hann renndi hérna í hlaðið áðan.  Hann viðurkenndi meira að segja að hann væri svoldið þreyttur og þá er hann það því hann viðurkennir það ekki oft að hann sé þreyttur. Nú er ég að laga gott kaffii handa honum með einhverju góðu útí á meðan hann er í sturtu. Ákvað að nota tímann til að klára bloggið mitt sem átti eftir að setja endapunktinn á.


Ég segi enn og aftur ÞETTA VAR ROSALEGA FÍNN DAGUR. Takk Edda mín Garðars.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Alveg rosalega fínn dagur.

  1. Edda Garðars says:

    Góður dagur
    Elsku besta Didda mín,
    Þakka þér innilega fyrir frábæran dag. Ég lifi lengi á þessu. Við höfðum það svo skemmtilegt og svo krydduðum við þetta aðeins með smáívafi.
    Við endurtökum þetta við gott tækifæri. Skilaðu kveðju til Eddu og hennar familíu með innilegu þakklæti fyrir móttökurnar.
    Þín „gamla“ vinkona
    Edda Garðars

Skildu eftir svar