Sunnudagur-kaloríur :(

Við hófum daginn að venju á því að fara í göngutúr og í þetta sinn í nærri tveggja tíma göngutúr. Það má segja að við höfum gengið hringinn í kringum Selfoss. Það var nú ekki meiningin þegar við lögðum af stað en það var allt svo yndislega kyrrt og fallegt á þessum sunnudagsmorgni að okkur langaði bara til að láta göngutúrinn endast og endast.
Þegar við vorum búin að fá okkur smá hressingu eftir göngutúrinn þá hélt Haukur áfram að mála þakkantinn á húsinu og málaði veggstubbinn á pallinum sem er í sama lit. Mér fannst nú að verður væri verkamaðurinn launa sinna svo ég tók mig til og bakaði hjónasælu til að hafa með kaffinu. Af því ég vissi að Guðbjörg og Magnús voru líka að klára að mála og snyrta utanhúss hjá sér þá kallaði ég á þau í miðdegiskaffið. Þau bættu síðan um betur og buðu okkur í kvöldmat í dýrindis grillað lambalæri með tilheyrandi og ekki spillti frábæra norðlenska berjavínið sem pabbi hans Magnúsar hafði gefið þeim af eigin framleiðslu. Svo toppaði Guðbjörg með sterku kaffi með Bailys og þeyttum rjóma. Sem betur fer kann ég ekki að telja kaloríur því þá hefði ég fengið áfall ef ég hefði tekið saman kaloríur helgarinnar. Fyrst veislan hjá Sigurrós á laugardaginn og síðan gærdagurinn. Nú vona ég bara að ég komist í sundbolinn þegar ég fer í vatnsleikfimina í kvöld 🙂

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Sunnudagur-kaloríur :(

  1. Hulla says:

    Já já frábært veður á Íslandi. En nú er heldur betur að rætast úr hér. Góð spá framm undan, svo þið ættuð nú að skella ykkur í heimsókn. Hér er líka hægt að labba og labba. Knús til allra.

Skildu eftir svar