Góð heimsókn og ……

Ég fékk góða heimsókn í gær í góða veðrinu.
Birgit og Ingunn Ragnars komu um hádegið og við höfðum það notalegt hérna fram eftir degi.  Það er alltaf svo skemmtilegt að fá vini sína í heimsókn.  


KOMIÐ AÐ ÞVÍ!


Á meðan þær voru hérna í gær þá var hringt í mig af St. Jósefsspítalanum og mér tilkynnt að það eigi að gera aðgerðina á fótunum á mér þann 30. ágúst og ég fái að vera inni á spítalanum í eina nótt.
Ég er bara ánægð með að þetta er að bresta á því það er svo leiðinlegt að hafa eitthvað svona hangandi yfir sér.  Ég hef yfirleitt farið akút inn á spítala í þær aðgerðir sem ég hef farið í. það er einhvernveginn best að vera ekki að velta svona á undan sér. Það er líka allt frágengið með að ég fari svo beint á Heilsuhælið í Hveragerði og verði þar þangað til ég verð orðin sjálfbjarga. Þar fæ ég nudd og fleira til að varna því að bakið og hálsinn fari alveg úr skorðum við hreyfingarleysið. Þetta gengur örugglega allt fínt. Tekur sjálfsagt mest á þolinmæðina en hún er eitt af því fáa sem hefur aukist með árunum flest annað fer dvínandi.



Það er svolítið merkilegt að Edda systir mín var kölluð inn í aðgerð sama dag á sama spítala en það er miklu meira og flóknara sem á að gera við hana og allt aðrir læknar.  Alveg ótrúleg ltilviljun samt.


Já svona gangan nú hlutirnir fyrir sig hjá okkur systrum þessa dagana.


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Góð heimsókn og ……

  1. afi says:

    Þolinmæði þrautir vinnur allar.
    Óska ykkur báðum góðs bata og góðs gengis.

  2. Ragna says:

    Þakka þér afi fyrir góðar óskir.

Skildu eftir svar