Tæknin frábær.

Nú er ég búin að prufa nýju vefmyndavélina sem Sigurrós og Jói gáfu mér.  Fyrst talaði ég við Sigurrós en hún skrifaði til baka því hún á ekki svona vél sjálf og síðan töluðum við Erna fræna á Bornholm saman en hún á svona vél. Þetta er einstaklega skemmtilegt og ekki spillir að með þessu móti kostar ekkert aukalega að spjalla við þá sem eru í útlöndum og gaman að sjá fólkið líka.


Sigurrós sá auðvitað kímnina í því þegar ég var að tala við hana, Því í okkar samtali var það bara ég sem talaði en hún skrifaði.  Hún sagði að ég hlyti að líta út eins og kolrugluð þar sem sæti ein og talaði við tölvuna mína. Já ég viðurkenni að það hefði verið fróðlegt að sjá mig tala, brosa og skemmta mér konunglega þar sem ég sat alein fyrir framan tölvuna.


Kærar þakkir Sigurrós og Jói fyrir að gleðja gömlu konuna  með þessari frábæru tækni.  Nú bara vona ég að sem flestir vinir og vandamenn, sérstaklega þeir sem í útlöndum eru, eignist svona tæki svo hægt sé að eiga skemmtileg samskipti.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Tæknin frábær.

  1. afi says:

    Frábært, til lukku með þetta.
    afa gamla dreymir um svona nokkuð.
    Haldið að það væri munur að spjalla við litlu afapeyjana í Danmörku með svona apparati.
    Nú veit afi í hvaða smiðju hann getur gengið til að fá upplýsingar og góð ráð.

  2. Ragna says:

    Já afi sæll, þetta væri frábært fyrir þig og afastrákana. Sigurrós og Jói myndu örugglega gefa þér upplýsingar um þetta. Sjálf er ég bara þiggjandinn.

Skildu eftir svar