Berjamór og blogghlé

Sigurrós hringdi um hádegi í dag og spurði hvort ekki væri tilvalið að fjölskyldan skryppi í berjamó. Jú mamma var alveg til í það og þegar búið var að ræða við Hauk og Guðbjörgu var ákveðið að drífa bara í þessu. Sigurrós kom svo austur og Guðbjörg og krakkarnir komu með líka en Magnús var upptekinn og komst ekki með okkur. Við týndum þó nokkuð af bláberjum og borðuðum nesti á teppi. Já, það er alltaf svo gaman að fara með kaffi og brauð og sitja einhversstaðar á þúfu og borða nestið sitt. Krakkarnir nutu sín hvílíkt. Oddur var svo hugfanginn að hjálpa Sigurrós að finna krækiber fyrir Jóa (sem ekki kom með okkur) að hann hljóp langar leiðir til að setja eitt og eitt ber í dósina hjá Sigurrós og oft heyrðist kallað „Sigurrós hér er eitt fyrir Jóa“. Það var nefnilega varla hægt að segja að það væru nokkur krækiber þar sem við vorum, bara bláber.


Nú er ég óðum að taka til dót sem ég þarf að hafa með mér á morgun en ég verð að vakna snemma í fyrramálið og vera komin á St. Jósefssp. í Hafnarfirði klukkan átta í fyrramálið.
Þar sem ég býst ekki við að geta mikið setið við tölvu á næstunni þá tilkynni ég bara blogghlé. Það er síðan aldrei að vita hvort ég hef ekki frá einhverju að segja úr Heilsubælinu þegar ég get farið að sitja við tölvuna aftur.


Ég bið að heilsa ykkur og hlakka til að taka upp þráðinn aftur.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Berjamór og blogghlé

  1. Sigurrós says:

    Gangi þér vel, elsku mamma 🙂

  2. Gangi þér vel!
    Elsku Ragna!
    Ég mun hugsa ekstra mikið til ykkar systra á morgun og næstu daga.

  3. afi says:

    afi óskar þér velfarnaðar.
    Það verður gott þegar þetta verður um garð gengið.

Skildu eftir svar