Enn í Hveragerði

Heil og sæl!


Ég er enn að spóka mig í Hveragerði og allt gengur vel. Nú er bara að vita hvað læknarnir segja á mánudaginn þegar taka á saumana og setja nýtt gifs.


Ég held mig sem fyrr með eldri borgurunum og líkar það vel. Þetta er án efa skemmtilegasta fólkið. Nei, þetta segi ég ekki bara af því að þau kalla mig stelpuna, alveg satt!!! 
Það hefur stórmerkileg 91 árs gömull kona komið í hópinn. Hún er ótrúlega glögg og má sko ekki missa af neinu sem er í fréttum og um daginn þegar verið var að tala um vélmenni o.fl. þess háttar í Kastljósinu og við hin vorum farin eitthvað að spjalla, þá færði sú gamla sig nær tækinu til að missa ekki af neinu. Á eftir fór hún svo að segja okkur hvað þetta væri nú allt merkilegt.


Talandi um gamalt fólk þá fauk einn brandari á kvöldvökunni í gærkvöldi. Þessi brandari er sannur því sú sem sagði hann var viðstödd  þegar þetta atvik átti sér stað.


Börn gamallar konu sem var orðin svoldið rugluð á tíma, héldu upp á 85 ára afmæli gömlu konunnar. Hún hélt því hinsvegar kokhraust fram að hún ætti 37 ára afmæli og það væri nú óþarfi að vera með svona tilstand út af því. Þar kom þó að sonur hennar sagði við hana: „Hvernig getur þú haldið þessu fram mamma þar sem ég er nú kominn yfir fimmtugt“ Þá þagði sú gamla nokkra stund og sagði svo. „Æi láttu ekki svona ég átti þig nú löngu fyrir tímann“


Ég vona að það verði ekki langt í að ég fái að sleppa hækjunum áður en ég slasa einhvern með þeim. Ég var að koma út úr herbergi í morgun og stakk hækjunni fram á ganginn beint í veg fyrir mann sem kom hálf hlaupandi eftir ganginum því hann var að verða of seinn í leikfimi. Hann hálf féll auðvitað við en sagðist ekki hafa meitt sig. Þegar hann var búinn að jafna sig þá sagðist hann alla vega geta sagt að hann hafi verið tekinn á löpp í morgun. Ég sagði nú bara að ég vonaði að það hefði ekki alvarlegar afleiðingar í för með sér.


Já svona gengur nú lífið fyrir sig þessa dagana.


Haukur hefur verið hérna á Selfossi í fríinu sínu og er búinn að „ræna“ mér á Selfoss daglega. Haukur sótti Karlottu í skólann eftir hádegið í dag og hún kom með honum að sækja ömmu í Hveragerði. Guðbjörg og Magnús komu svo í kaffi til okkar.


Nú liggur leiðin aftur í Hveragerði. Ég kem kannski eitthvað heim aftur um helgina en er ekkert búin að ákveða það frekar á þessari stundu. Haukur er að byrja að vinna aftur á morgun.


Nú er bara að taka vel á á lokasprettinum en ég er að hugsa um að vera út næstu viku.


Kær kveðja til ykkar allra.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Enn í Hveragerði

  1. Góður brandari!
    …fyrir tímann já…, he he! Vonandi er þetta að hafast hjá þér. Farðu vel með þig! Góða helgi.

  2. afi says:

    Gott að þú ert að skríða saman.
    … Og sögurnar nokkuð góðar.

Skildu eftir svar