Meira óveðrið.

Mikið rosalega var hvasst í gærkvöldi og nótt. Ég þóttist nú búin að ganga vel frá öllu til að geta sofnað róleg en gat samt gat ég alls ekki sofnað í gærkvöldi því ég var alveg viss um að bílskúrshurðin sem er í einingum myndi brotna því vindurinn stór beint upp á hana og það hrikti svo mikið í henni. Ég setti lásana á en það virtist ekki gera mikið gagn og ég miklaði það fyrir mér hvað myndi gerast ef hurðin gæfi sig. Líklega myndi þá allt meira og minna þyrlast út úr skúrnum hjá mér.  En, hurðin var ennþá fyrir í morgun svo allt fór jú vel. Það er ótrúlegt, sérstaklega þegar maður er einn heima, hvað hugarflugið getur farið af stað. Ég man ekki eftir að hafa verið svona hrædd um að eitthvað gerðist í óveðri eins og núna en áttin var eitthvað öðru vísi en verið hefur þegar illviðri hefur gert hérna fram að þessu.
Hinsvegar fuku út í veður og vind Erikurnar sem ég var búin að kaupa mér og grafa niður meðfram stéttinni, svona til að lífga uppá garðinn eftir að sumarblómin luku sínu skeiði. Stór pottur með Cyprus (með þungu grjóti í botninum) hafði líka fokið um koll og þungur bekkurinn sem stendur hérna fyrir framan var fokinn út á tún.


Fátt er samt með öllu illt því þetta varð þó alla vega til þess að ég komst svollítið áfram í bókasafnsbókinni sem ég hef verið að lesa og hef yfirleitt sofnað yfir eftir tvær til þrjár blaðsíðuren nú var ég ekkert farin að sofa klukkan þrjú í nótt en eftir það hef ég nú sofið svona í köflum til klukkan 9 í morgun.


Ég vil nú meina að maður geti spjarað sig einn og karlmannslaus þegar þörf er á en Haukur, vertu hjá mér næst þegar veðrið verður svona vont.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Meira óveðrið.

  1. Læti í veðrinu!
    Já, það voru mikil læti í veðrinu og sennilega má bara þakka fyrir að engin stórslys urðu. Haukur verður örugglega heima næst þegar hann blæs svona skart.:)

  2. afi says:

    Það fór þó allt betur en á horfðist, ekki satt?

  3. Ragna says:

    Jú, það fór auðvitað allt vel og maður smá lærir á húsakynni sín þegar maður er búinn að búa á sama stað í einhvern tíma. Ég er sem sagt ennþá í kynningarferlinu hvað mitt hús varðar.

  4. Hulla says:

    Já það er betra að hafa pabba=karlmann hjá sér þegar veðrið er vitlaust.
    Hey við erum bara konur og þurfum smá verndara. Ekki satt :o)

Skildu eftir svar