Vatnsleikfimi og göngutúr. Húrra fyrir því.

Í gær ákvað ég að nú væri mál að skella sér aftur í vatnsleikfimina. Veðrið var orðið mun skárra þó enn væri hvasst en það var þó komin sól. Ég ætlaði nú að sleppa því að fara út í heita pottinn en það er svo skemmtilegt að fara aðeins í heita pottinn og hitta kellurnar aðeins áður en maður fer í innilaugina svo ég vissi ekki af fyrr en ég var komin út í pott. Ég er nú orðin svo vel gróin sára minna að mér eru allir vegir færir. Kristín nágrannakona mín úr næsta húsi og vinkona Eddu systur var mér samferða en Edda kemst líklega ekki fyr en í fyrsta lagi í næstu viku. Fínt þegar við getum farið að fara allar saman hérna úr Sóltúninu.
Það var yndislega hressandi að fara í leikfimina og ég get varla beðið eftir því að fara aftur á morgun.


Í dag fórum við Edda hinsvegar í göngutúr út í Grundartjörn og drukkum kaffi hjá Guðbjörgu en ég lagði nú ekki í að ganga aftur heim svo Guðbjörg keyrði okkur til baka. Þetta sýndi mér samt hve vel á veg ég er komin í að þjálfa á mér fæturna og ég get ekki séð að ég sé neitt meira bólgin eftir þennan göngutúr. Haukur verður ánægður þegar hann kemur, að ég skuli geta farið með honum í göngutúrana aftur.
Það er ótrúlegt hvað maður slappast allur þegar meður fer hvorki í leikfimi eða út að ganga. Ég var bara að koðna niður í leti en vonandi verður nú breyting á. Heyr, heyr.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Vatnsleikfimi og göngutúr. Húrra fyrir því.

  1. Húrra fyrir því!
    Já, það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að missa taktinn. En ég er viss um að þú ert alveg að komast á skrið aftur. Gangi þér vel. Kveðja.

  2. afi says:

    Það fer lítið fyrir letilífinu hjá þér. Gættu þess bara að fara ekki fram úr sjálfri þér.

Skildu eftir svar