Viðvörun Úps :(

Ég var nú að hugsa um að þegja yfir því sem kom fyrir mig í vikunni en ákvað svo að leyfa ykkur að hlæja með mér að elliglöpum mínum.


Ég ákvað að þvo á fimmtudaginn, sem er nú í sjálfu sér ekki fréttnæmt því það gerist nú sem betur fer reglulega á mínu heimili. Ég var búin að taka til þvottinn og setja í vélina þegar síminn hringdi.  Að símtalinu loknu þá dreif ég mig í að setja þvottaefni og mýkingu í vélina og ýta á start-takkann. Ég fór svo að sinna ýmsu öðru á meðan vélin var að þvo. Eftir rúman klukkutíma þá heyrði ég að vélin var búin svo ég ákvað að setja í þurrkarann. Ég opnaði hann, til að hafa nú allt tilbúið til að færa á milli, en viti menn! allur óhreini þvotturinn var í þurrkaranum en þvottavélin var tóm, búin samviskusamlega að þvo sjálfri sér með þvottaefni og glansaði eftir mýkinguna.  Ýmislegt öfugsnúið hefur maður nú gert en þetta fannst mér nokkuð mikil viðvörun.


Ég sagði sjúkraþjálfaranum mínum, sem er á aldlrinum milli 30 – 40 ára, hvað elliglöpin væru farin að hrjá mig og hann sagði mér að hafa ekki nokkrar áhyggjur. Síminn á hans heimili hefði gjörsamlega týnst um daginn, hann hefði verið sá sem notaði hann síðast, en hann gat bara ekki munað hvar hann hefði lagt hann frá sér. Seinna um kvöldið þurfti konan hans að sækja eitthvað í ísskápinn og viti menn lá ekki síminn þar. Þessi saga hans gaf mér það öryggi að ég þorði að leyfa minni sögu að flakka. 


Við höfum þetta bara okkar á milli og látum það ekki fara lengra  🙂

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Viðvörun Úps :(

  1. Hulla says:

    Ragna mín þú ert nú komin á þann aldur;o) að þú mátt vel ruglast aðeins :o) Ef þetta eru elliglöp þá er ég með alzheimer. En þetta er fyndið og endilega láttu svona sögur flakka. Kveðja frá öllum hér, Hulla

  2. Sigrún says:

    Ragna mín þó ég sé ekki nema 25 ára þá hef ég svipaða sögu að segja! Fer ekki lengra:)

  3. Anna Sigga says:

    Já þó maður ruglist nú stundum!
    Endilega láttu svona sögur bara vaða. Það er ekkert hættulegt 😉

  4. Edda systir says:

    elliglöp
    já, það er þetta með gleymskuna og ruglið. Hér kom maður í dag, ég gaf honum kaffi,kex, rifsberjahlaup o.fl.en gleymdi að setja skeið í sultuna og smjörhníf á borðið. Viðkomandi ætlaði að bjarga sér sjálfur og sækja þetta í hnífaparaskúffuna og spyr: „Er hnífurinn í skeiðinni“?

  5. Ragna says:

    Þakka ykkur öllum fyrir hughreystinguna. Sem betur fer er þetta nú eitthvað sem maður hefur gaman af en ég vona samt að ég komi ekki til með að segja margar svona sögur því þá væri málið orðið alvarlegra.

  6. afi says:

    Amma þvær
    Það er kannski þess vegna sem amma sér um þvottinn, treystir ekki afa til að gera greinarmun á þurrkara og þvottavél. (fæ stundum að setja uppþvottavélina af stað.)

Skildu eftir svar