Í góðravinahópi.

Mér fannst svo tilvalið að halda áfram með sunnudagskaffið svo við ákváðum að kalla á stelpurnar hans Hauks á síðasta sunnudag. Það var bara ágæt mæting og komu þau af börnum og barnabörnum hans sem á landinu eru og meira að segja hálfbróðir þeirra líka. Því miður eru Hulla og fjölskylda fjarri góðu gamni en Dana María kom. Þetta var mjög skemmtilegt. 
Ég er búin að sjá að á Íslandi í dag gengur ekki að segja fólki „endilega að líta í kaffi einhverntíman“. Nei, þetta er að verða eins og mér fannst svo skrýtið í Englandi á sínum tíma þar sem allt var eftir ákveðnum heimboðum á ákveðnum tímum, sem samviskusamlega voru færðir inn í vasadagbókina sem allir voru með. Þar droppaði enginn inn neinstaðar. En það hafði þó það í för með sér að fólk var alltaf að hittast og maður átti alltaf einhversstaðar heimboð í hverri viku. 


                                        ————


Á fimmtudaginn komu svo Avon ladies í heimsókn til mín og áttum við skemmtilega kvöldstund saman og ég hlakka mikið til að hitta þær aftur.  Vonandi líður ekki svona langt þangað til næst eins og var búið að gera núna. 


Ég er að fara í bústað um helgina svo þetta verður að duga í bili.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Í góðravinahópi.

  1. Hulla says:

    Snökkt
    Buhhhuuuu. Frábært að þið höfðuð það svona gott. Ég hefði hvort sem er ekki komist, var að vinna.

Skildu eftir svar