Í útjaðrinum.

Munurinn á því að búa úti á landi eða í Reykjavík er sá meðal annars, að allt verður eitthvað svo miklu persónulegra utan Reykjavíkur. Ég heilsa t.d. mun fleira fólki þegar ég fer í ýmsa þjónustu hér heldur en meðan ég bjó í borginni. Til dæmis heilsar ein stúlkan sem vinnur í apótekinu mér alltaf glaðlega um leið og ég kem inn, með „Sæl Ragna“ Ég veit ekki einu sinni hvað hún heitir og ég er ekki daglegur gestur í apotekinu en mikið finnst mér þetta notalegt. Svo bregst varla að einhver úr leikfimihópnum sé annaðhvort í Kjarnanum eða annars staðar þar sem maður sækir þjónustu. Jói hennar Selmu vinnur í Húsasmiðjunni og alltaf notalegt að heilsa upp á hann og leita ráða þegar maður ætlar að framkvæma eitthvað og maður hérna úr götunni vinnur í Árvirkjanum og vill allt fyrir mann gera. 


Svo er það umhverfið, allir göngu-og hjólastígarnir, en ég er nú búin að dásama þá svo oft að það er kannski komið nóg.


En þeir eru margir kostirnir við að búa í útjaðrinum á stórborginni.
Meðan ég bjó í Reykjavík og átti kannski erindi í Kringluna eða eitthvað annað þá var það algjör undantekning að maður hitti einhvern sem maður þekkti.


Þetta var nú bara pæling dagsins í dag.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Í útjaðrinum.

  1. afi says:

    Já þetta er ósköp notarlegt umhverfi. Íbúar Selfoss greinilega upp til hópa vænsta fólk.

  2. Sigrún says:

    Mikið innilega er ég sammála þér, Ragna. Það er sama notaleg heitin hér í Mosó:)

  3. Hulla says:

    Ég er bara sammála þér. Ætla rétt að vona að ég þurfi aldrei að flytja í stóra bæi aftur.

Skildu eftir svar