Fallegt heimili nágrannakonunnar.

Í morgun fórum við systurnar í heimsókn til nágrannakonu okkar Steinunnar, sem býr á móti mér hérna í Sóltúninu en hún var búin að bjóða okkur að líta inn hjá sér. Hún er með okkur í vatnsleikfiminni, ein af okkur fjórum sem búum hérna á sama ferningnum og allar í vatnsleikfiminni saman.
Það var eins og að koma á handavinnusýningu að koma til hennar. Hún hefur gert svo margt fallegt úr bútasaumi og að ég nú tali ekki um allar fallegu dúkkurnar og fígúrurnar sem hún hefur búið til. Þessu var líka öllu svo smekklega fyrir komið  að unun var að skoða það.  Ég vildi að ég hefði verið með myndavél og fengið leyfi hjá henni til að sýna ykkur þetta því sjón er sögu ríkari. Kannskii ég fái að gera það einhverntíman seinna.


Það er ótrúlegt hvað það getur kveikt í manni áhuga á að taka sig nú til og fara eitthvað að föndra, þegar maður sér hvað  margt er hægt að gera. Nú er bara að dusta rykið af tuskunum sínum og byrja að skera og sauma.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Fallegt heimili nágrannakonunnar.

  1. Þórunn says:

    Gaman að heyra hvað allir eru vingjarnlegir þarna í útjaðri höfuðborgarinnar. Ég hugsa að ég hefði líka fengið fiðring í puttana að skoða alla þessa fallegu handavinnu, þetta er smitandi.

Skildu eftir svar