Viðburðarrík helgi.

Já það er mikið búið að vera í gangi þessa helgi.


Í gær var haldin mikil hátíð í Lista- og meinningarverstöðinni á Stokkseyri til heiðurs mági mínum Jóni Inga. Það fór ekkert á milli mála að hann er elskaður og dáður fyrir tónlistarkennslu sína á Suðurlandi s.l. 50 ár. Hann komst fyrst á blað sögunnar eftir að hann stofnaði og þjálfaði Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi, en söngur þess kórs þótti mjög vandaður og agaður og barst hróður hans víða. Sama var um Kór Fjölbrautarskóla Suðurlands að segja undir hans stjórn, og ferðuðust þau víða um lönd og fengu allsstaðar mikið hrós.  Nú sinnir Jón mestmegnis listinni og málar með sömu natni og nákvæmni og hann stjórnaði kórunum áður, enda árangurinn eftir því.


Hátíðin í gær var mjög skemmtileg og sungu margir kórar Jóni til heiðurs og ýmis ávörp voru flutt og ekki má gleyma að minnast á að barnabarn Jóns Edda Karen sem er bara 9 ára lét sig ekki muna um að syngja fyrir fullum sal af fólki, lag eftir afa sinn og Sigurmundur Páll móðurbróðir hennar spilaði undir á saxófóninn. Þetta var bara allt svo vel lukkað og skemmtilet. Það lá við að maður fengi tár í augun í restina þegar beðið var um að þeir sem væru á staðnum og hefðu verið einhverntíman í kór hjá Jóni kæmu upp og syngju með kórunum eitt lag í lokin og fólk dreif að og stillti sér upp hjá þremur kórunum sem höfðu skiptst á að syngja á hátíðinni (Kór Fjölbrautarskólans, Jórukórinn, sem Selma og Guðbjörg eru í, og Unglingakór Selfosskirkju) og Jón stjórnaði svo öllum hópnum. Þetta var mjög áhrifamikið.
Svo var gaman að skoða málverkasýninguna hans sem var opnuð í tilefni af þessari dagskrá og verður hún opin eitthvað áfram í menningarverstöðinni. Ég veit ekki hvað lengi, hef bara ekki spurt um það. Hér eru örfáar myndir. Ég þurfti að eyða nokkrum sem voru lélegar (lélegri) en læt þetta samt flakka


Í dag hittumst við svo úr frænkuklúbbnum, í AVON kynningu hjá Guðbjörgu, en í frænkuklúbbnum erum við Edda sem fyrsta kynslóð (eftir að mamma lést en hún var með okkur fyrst) og dætur okkar og Dússýjar heitinnar og síðan koma þeirra dætur inn eftir því sem þær hafa haft aldur til. Í dag voru svo yngstu meðlimirnir, þær sem næstar komast inn, Edda Karen ömmustelpan hennar Eddu og Karlotta ömmustelpan mín að leika sér saman á meðan við hinar skoðuðum Avon vörurnar sem Guðbjörg var að kynna fyrir okkur. Það líða nú ekki mörg ár þar til þær verða teknar fullgildar í hópinn. Því miður var Sigurrós veik og og Karen hennar Rutar var að vinna. Við söknuðum þeirra beggja í dag.


Það er alltaf jafn gaman þegar við hittumst og það var ákveðið að hittast aftur um mánaðamótin og föndra eitthvað fyrir jólin eins og við erum vanar að gera. Vonandi man ég eftir að taka myndir næst. Við töluðum svo mikið í dag að það gleymdist 🙁


——–


Nú ætti ég kannski að fara fram og horfa með Hauki á Njósnarann OO7 með Roger Moore. Það er nú það minnsta eftir að hafa yfirgefið hann í allan dag.


Þetta hefur verið frábær helgi.


P.S. Kæru frænkur Takk fyrir skemmtunina í gær og í dag. Nú er uppskriftin af Pavlovunni komin inn í uppskriftirnar mínar. 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Viðburðarrík helgi.

  1. hummmm!!
    ja tad er bara buid ad gleyma manni strax….. eg er nu ennta ein af fraenkunum to svo ad eg se ekki stodd a landinu. nei bara sona sma comment ad tvi ad karen og siguros voru ekki. He he eg hlakka til ad hitta ykkur um eda fyrir jolin. komum 10 des. og verdum til 6 jan. takk fyrir ad leyfa okkur ad fylgjast med hvad er ad gerast heima. astar kvedja hulda

  2. Ragna says:

    Ekki er ég nú búin að gleyma þér Hulda mín því ég var sérstaklega að spyrja hana Dóru um þig á sunnudaginn og fékk hjá henni E-mailið þitt svo hægt sé að senda þér línu.
    Kær kveðja
    Didda

  3. Þórunn says:

    Ég ætla svo sannarlega að reyna þessa aðferð við marensinn, hann hefur mistekist svo oft hjá mér.
    Hlakka til að fá bréf frá þér, Þórunn

Skildu eftir svar