Margs ber að gæta.

Það voru tveir textar  sem fönguðu athygli mína hjá vinum á Facebook í morgun.

Fyrri textinn lætur ekki mikið yfir sér, en segir mjög mikið.  Það þarf stundum að hnippa í mann með svona ábendingum því þetta er nokkuð sem gleymist að leiða hugann að þegar allt er í góðu gengi  hjá manni sjálfum.

Þessi texti  fékk mig alla vega til þess að hugsa um merkingu hans og um ákallið sem í honum felst.

Þegar maður heyrir um að einhver sé ef til vill að fara illa með líf sitt eða heilsu þá hefur maður kannski nokkur neikvæð orð um það við þann sem flytur fréttina.   Ekki dettur manni í hug að fara neitt að blanda sér í málin eða tala kannski við þann sem um er rætt  til að athuga hvernig honum líður og hvort það væri ef til vill eitthvað sem maður gæti gert til stuðnings. Svo þessi hugsun – hann/hún kæra sig örugglega ekkert um að maður sé að hafa samband.   Já, í flestum tilfellum er bara notuð strútsaðferðin og höfðinu stungið í sandinn, því þar truflar ekkert utanaðkomandi  hina fullkomnu tilveru manns sjálfs.

Kannski vill fólk sem glímir við erfiðleika, hvort sem það á sök á þeim sjálft eða ekki,  einmitt að einhver komi, taki utanum það og segi

„Mér þykir væntum þig“   eða  „Ég elska þig.“

Nú er aðventan að byrja um helgina og undirbúningur jólanna hafinn.   Eigum við ekki aðeins að velta þessum texta fyrir okkur, draga strútshöfuðið upp úr sandinum, kíkja í kringum okkur og athuga hvort þar leynist einhver sem gjarnan vildi heyra að okkur stendur ekki á sama.

 

Hinn textinn er  líka umhugsunarefni og vert að hafa hann einnig í huga.

GÓÐA HELGI ALLIR MÍNIR VINIR
GLEYMUM EKKI ÞEIM SEM LÍFIÐ LEIKUR EKKI EINS SKEMMTILEGA VIÐ OG ÞAÐ GERIR VIÐ OKKUR.

 

This entry was posted in Hugleiðingar mínar, Ýmislegt. Bookmark the permalink.

7 Responses to Margs ber að gæta.

  1. Svanfríður says:

    Jú svo er alveg víst að við verðum ávalt að halda utan um hvort annað. Hafðu það gott mín kæra:)

  2. Guðbjörg says:

    Þetta eru orð að sönnu og holl lesning fyrir alla :0)

    Takk fyrir áminninguna.

    Kveðja
    Frumburðurinn

  3. Fallegir textar og holl lesning. Við eigum ekki að tipla á tánum í kringum náungann sem á erfitt. Hann vill faðmlag þótt hann geri sér oft ekki grein fyrir því sjálfur. Æ, kannski kominn í hring, en ég held þú skiljir hvað ég er að meina. Kærust í bæinn þinn.

  4. Ragna says:

    Já Guðlaug mín ég þykist vita hvað þú meinar. Ég býst við því að við skiljum þetta allar á þann veg að það sé gott að gefa faðmlag þó það sé ekki beðið um það. Eins og Svanfríður segir þá þurfum við að halda utnum hvert annað. Ég bæti svo við – Í orði og í verki. Knús til ykkar allra.

  5. Sigurrós says:

    Takk fyrir hugleiðinguna. Ætla hér með að svara henni með stóru, rafrænu knúsi 🙂

  6. Ragna says:

    Ég hlakka nú til að hitta ykkur alla ungana mína í piparkökubakstrinum á morgun og gefa ykkur risaknús.

  7. Katla says:

    Ég er alin upp við hlý faðmlög og trúi statt og stöðugt á kraft faðmlags, nota þau líka óspart. Flottur pistill og ávalt þarfur.

Skildu eftir svar við Svanfríður Hætta við svar