Nýtt Selfoss-bíó

Við Haukur drifum okkur í gærkvöldi að skoða nýja Selfossbíóið. Þetta er alveg stórfínt og sætin mjög góð. það er „kompliment“ frá mér, að sætin í bíó séu góð því mjög oft held ég varla út bíómynd vegna sætanna.


Hinsvegar veðjuðum við kannski ekki alveg á réttu myndina Ocean twelve  Þetta mun vera framhald af annarri sem við sáum ekki svo það skýrir ef til vill þá afstöðu okkar að hún hafi verið heldur ruglingsleg. En leikararnir, manni minn, þeir voru algjört augnakonfekt eins og George Clooney, Brad Pitt og Matt Damon svo einhverjir séu nefndir og myndin er tekin víða um Evrópu eins og t.d. í Amsterdam, Monte Carlo og Róm. En ég fékk mér nú samt sem áður blund öðru hvoru en ekki þó nógu lengi samt til að geta horfið inn í draumalandið með þessum fallegu leikurum.
Nú bara bíð ég eftir að fá einhverja „stelpu“ til að koma með mér að sjá Bridget Jones og svo styrkir maður auðvitað sína heimabyggð og sér þær myndir aðrar sem koma í bíó. Mér finnst það frábært framtak að koma bíói í gagnið hérna og vona bara að fólk sæki þetta svo það þurfi ekki að lognast út af.


Til hamingju SELFOSS B’I’O 🙂

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar