Út að borða o.fl.

Þá er nú helgin á enda og byrjað að síga á seinni hluta janúar.  Síðasta vika var nú frekar tíðindalítil hjá mér enda veðrið og færðin þannig að það var ekki mjög spennandi að vera á ferðinni.


Á föstudaginn sótti ég Karlottu í skólann og vonandi náum við að halda föstudögunum fyrir okkur það sem eftir er vetrar.
Ég er búin að láta breyta sjúkraþjálfunartímanum þannig að ég sé laus um kl. eitt á föstudögum svo við Karlotta getum átt OKKAR tíma saman eins og við gerðum reglulega í fyrra en höfum ekki náð að gera nema öðru hvoru í vetur.  Þegar við komum úr skólanum fórum við okkar venjulega föstudagsrúnt í Nóatún að kaupa okkur á saltatbarnum og svo heim í Sóltún og fengum okkur að borða. Í þetta sinn þá var ég búin að fá lánaða hjá Sgurrós myndina Leynigarðurinn til þess að horfa á með Karlottu og nú var hún sett í tækið.  Um daginn þegar við vorum saman þá flaug hinsvegar tíminn við að hlusta á músik og dansa og hlægja.
Nú er ég að hugsa um að fá að taka Odd öðru hvoru eftir hádegi úr leikskólanum svo við getum líka átt okkar spes tíma. Ég er að hugsa um að byrja á því næsta miðvikudag. Guðbjörg hélt að hann yrði mjög lukkulegur með það.


Haukur kom austur í gær og verður þangað til á miðvikudag þegar næsta vinnusyrpa byrjar.  Hann bauð mér út að borða í kvöld. Við fórum í MENAM hérna á Selfossi. Þetta er í raun tailenskur staður en með alþjóðamatseðil svo ekki þarf að panta tailenskt nema maður óski þess. Maturinn var mjög góður og matur og vín á mjög góðu verði. Kaffið sem við pöntuðum með ísnum var rosalega gott, sérmalað og lagað Lavazzi kaffi. Já þetta var mjög notalegt, fín þjónusta og góð upplyfting. 
Nú er hinsvegar best að koma sér í bólið og lesa smá í „The Davinci Code“ en ég er ekki búin að lesa nema 234 blaðsíður af 605 svo maður verður að hafa sig allan við til að klára fyrir vorið 🙂


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar