Góður dagur.

Ég hef nú verið svona að dúllast í allan dag. Ég byrjaði á því að skipta á rúminu í morgun og þvo. Síðan ákvað ég að manna mig nú upp í að skera niður nokkra tuskubúta og kláraði að mestu að sauma úr þeim dúk á eldhúsborðið.


Síðan var ég svo heppin að Guðbjörg hringdi og ég fór með henni á smá flakk, í Europris og fleira og svo enduðum við á því að drekka kaffi í Grundartjörninni þar sem ég stoppaði góða stund og svo keyrði Magnús Már mig heim aftur.


Eftir að hafa horft á Spaugstofuna þá nennti ég ekki að horfa meira á sjónvarpið í kvöld en fór þess í stað að reyna að koma einhverju lagi á myndaalbúmið í tölvunni hjá mér. Ég þarf nú að taka til við þetta aftur en ég held að ég hafi þó aðeins getað komið skikki á þetta, en betur má ef duga skal.


Systir mín leit svo inn hjá mér í kvöld  og við sátum góða stund og spjölluðum. Það eru allir að hætta að drekka kaffi á kvöldin (undirrituð meðtalin) og af því það er nú nammidagur á laugardögum þá var tilvalið að við fengjum okkur sherrystaup og einn, já alveg satt,  bara einn konfektmola með.


Síðan gleymdi ég mér auðvitað aftur yfir þessu blessaða myndaalbúmi og nú er komið fram yfir miðnætti og ég ætla að setja punktinn hér .

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar