Algjört ístöðuleysi.

Þá er nú aðal bolludagurinn og sprengidagurinn að baki og sem betur fer er næsta hátíð, sem óhjákvæmilega hefur át í för með sér, ekki fyrr en um páska. Ætli það sé eitthvert sér einkenni á okkur Íslendingum að þurfa alltaf að belgja okkur út, ýmist á mat, rjómabollum, súkkulaði eða öðru góðgæti í hvert sinn sem það er hátíðis- eða annarskonar tyllidagur. Það er ótrúlegt hvað maður nýtur þess að úða í sig góðgætinu hverju nafni sem það nefnist og skemmtilegast er vitanlega að fá aðra til að taka þátt í ósómanum með sér. Þá hefur maður svona einhverskonar afsökun fyrir eigin ístöðuleysi.

Á þessari stundu, að kvöldi sprengidags hef ég hvílíka skömm á mér fyrir allt óhófið og heiti því að lifa almennu meinlætalífi – alla vega fram að næsta tyllidegi. Það er bara verst að það eru jú alltaf einhverskonar tyllidagar í gangi og sjálfsagt styttra í næsta en maður gerir sér grein fyrir.

Humm, hver á annars afmæli næst?

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Algjört ístöðuleysi.

  1. Anna Sigga says:

    afmæli!
    Kannski ég ;). En svo sem ekkert stórt og engin veisla 17. mars (á undan Guðbjörgu, Karlottu og fleirum…) – Reyndar á Birna frænka afmæli núna í febrúar 16. og hún verður 50!

  2. Magnús Már says:

    Margur…
    Margur hefur magann fyrir sinn guð

  3. Ragna says:

    Já Magnús minn. Eigum við ekki að stofna svona leynisöfnuð með því markmiði að borða allt sem okkur finnst gott og láta engann skipta sér af okkur. Trimma svo bara vel þess á milli.

  4. Sigurrós says:

    Leyniklúbburinn
    Fæ ég inngöngu í leyniklúbbinn? 🙂 Mér finnst voða gaman að borða… 😉

  5. afi says:

    banginn
    Að kveldi sprengidags voru afi og amma í matarboði hjá elsta syninum.
    Og að sjálfsögðu etið á sig gat.
    Ýstrubelgnum brá í brún þegar í sjónvarpsfréttum lýstu læknar því yfir að nú væri stór hætta á ferðum og bráðamótakan höfð galopin upp á gátt til að taka á móti afa og öðrum átvöglum. Þá varð afa ekki um sel.

Skildu eftir svar