Trúin flytur fjöll.

Jæja, þá er maður kominn á beinu brautina aftur. Í gær horfði ég á "Í býtið" þar sem ráðlagt var að búa sér til safa úr vatnsmelónu og mintulaufi og drekka það óspart til þess að hreinsa burtu saltið og ósóma síðustu daga. Ég fór því í Bónus og fann þar þessa líka stóru, fínu vatnsmelónu sem ég rogaðist með heim og byrjaði strax að útbúa mér vatnsmelónudrykk með myntulaufi. Ég veit svo sem ekki hvaða gagn þetta gerir, en drykkurinn er góður og er ekki sagt að trúin flyti fjöll?

Æ, ég var nú búin að skrifa ýmislegt fleira en vefurinn datt út áður en ég náði að vista aftur.
(Jói á sjálfsagt eftir að segja frá því hvað veldur). Ég læt þetta bara duga í bili.
Það er hugsanlegt að vefurinn liggi eitthvað niðri eftir helgina. En það verður vonandi ekki í marga daga.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar