Ísland í dag.

Ég mætti hjá Jakobi sjúkraþjálfara klukkan 9:50 í morgun. Ótrúlegt að geta sofnað liggjandi á maganum á bekknum með 12 nálar í sér, í hælunum, bakinu, herðunum og upp í höfuð. Það er alveg ótrúlegt hvað þessu fylgir mikil slökun. Húrra fyrir þeim sem fann upp nálastungurnar !!!. Ég skrapp síðan í heimsókn til hennar Tótu minnar á Ásveginn. Af því ég var að fara í Landsbankann á Langholtsveginum þá lá það beinast við að heilsa upp á hana. Hún er alltaf svo ánægð að sjá mann.  Svo dreif ég mig bara beint austur.  Ég fór síðan með straubrettið út á pall og straujaði þar þvottinn minn. Alveg frábær uppgötvun það.


Af því veðrið var svo dásamlegt og til að halda upp á það að Guðbjörg var að klára að flísaleggja baðið sitt þá ákváðum við að grilla sameiginlega og bjóða Eddu og Jóni að koma yfir. Þau komu með rauðvínsflösku í farteskinu og við sátum lengi úti á palli í góða veðrinu og borðuðum og skemmtum okkur vel.


Ég var aðeins að merkja inn á myndir í nýja myndaalbúminu mínu sem nú er búið að tengja. Kærar þakkir Sigurrós og Jói.


Svona var nú Ísland í dag.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Ísland í dag.

  1. Til hamingju með myndaalbúmið!
    Það er alltaf jafn skemmtilegt að heimsækja síðuna þína og verður sífellt skemmtilegra (myndirnar;-). Skilaðu kveðju til Guðbjargar, Jóns Inga og Eddu. Farðu vel með þig.
    Kveðja,
    Anna Sigga

Skildu eftir svar