Konudagurinn.

Hjá mér hófst konudagurinn á því að ég fór í messu í Selfosskirkju og þegar ég var nýkomin heim úr kirkjuferðinni þá kom Magnús Már með blómvönd sem hann færði tengdó í tilefni dagsins. Einstaklega fallega hugsað og framkvæmt.

Edda systir mín hringdi síðan og bauð mér í kaffi og tertur og svo kom sendill frá Blómavali með blómvönd frá Hauki. Nú geng ég bara um og dásama öll fallegu blómin mín. Maður getur nefnilega alltaf á sig blómum bætt – þau eru yndisleg og ég á það til að færa svona blóm með mér milli herbergja svo ég hafi þau nálægt mér þar sem ég er hverju sinni.

Kærar þakkir til ykkar sem hafið glatt mig á konudaginn.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar